Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 4
því ekki nema títuprjónsoddur og varla það í samanburðí við gamla tunglið, þar sem karl- inn býr. En því er nú ekki fisjað saman fyrir það. Það er ekki tóm járnkúla. Kúlan sjálf er úr ýmsum efnum, t. d. gulli og magnesíum. Það var mikili vandi að finna út, hvaða efni ætti að nota í yfirborð hennar. Þegar hún er lögð af stað á ferð sína umhverfis jörðina, eins og ráð er fyrir gert, myndast ægilegur hiti við núning loftsins, og er því hætta á, að blessað tunglið brenni upp, áður en það hefur gegnt hlutverki sínu. Þess vegna þarf að klæða það efnum, sem þola mikinn hita. Allt eru þetta þunnar himnur, svo að kúlan er afar létt. Ein himnan er til dæmis aðeins 1/50 000 úr mm á þykkt. Það þarf víst mikla nákvæmni til þess að búa til svo þunnar málmplötur. En kúlan er semsé ekki tóm. Hún hefur að geyma hin margvíslegustu tæki, sem eiga að gera alls konar mælingar og athuganir, þegar þau koma upp í háloftin. Þau rannsaka ýmsa geisla, sem brjóta sér leið gegnum tómið, smá- korn, sem þjóta um rúmið, og annað það, sem vísindamenn gera ráð fyrir, að á vegi þess verði. En ekki er nóg að koma tunglinu með öllum mælunum út í geyminn og vita svo ekkert, hver niðurstaða þeirra verður, því að mannlaust verður það. Þess vegna ætla vís- indamennirnii að setja nokkurs konar út- varpsstöð í tunglið. Hún á að lesa á mælana niðurstöðurnar og senda þær sjálfkrafa niður til jarðarinnar. Ekki talar hún mannamál, heldur merkjamál, sem vísindamenn einir þekkja og þýða síðan á venjulegt skiljanlegt mál. Móttökutæki hafa verið smíðuð og þeim síðan komið fyrir á ýmsum stöðum, einkum í Norður- og Suður-Ameríku. Margir eru þeir erfiðleikar, sem vísinda- mennirnir hafa átt við að stríða í sambandi við gervitunglið og smíði þess. Eitt hefur þó valdið þeim mestum heilabrotum og orðið þeim ærið kostnaðarsamt: Hvernig á að koma tunglinu á braut sína? Sjálft hefur það enga aflvél, sem knýr það áfram og getur komið því upp í loftið. Þess vegna verður að gera því farkost, sem kemur því á áfangastað. Þessi farkostur verður eldflaug. Þeir eru byrjaðir að smíða hana, vísindamennirnir, og er það ákaflega seinlegt verk, einkum vegna þess, hve allar vélar verða að vera nákvæmar. Það hefur til dæmis tekið 12 mánuði að smíða 108 eina af vélunum, sem knýr hana áfram. Eld- flaugin þarf bæði að geta flogið í nákvæma stefnu og vera óskaplega sterk. Hún verður því stór og mikil um sig, þótt farþegi hennar sé ekki nema hálfur metri í þvermál. Þess vegna er gert ráð fyrir, að hún verði 72 fet á lengd (reiknið út, hve margir metrar það eru; í einum metra eru rúm 3 fet). Eldflaugin verður í þrem hlutum. Hún er að mestu fyllt eldsneyti. Hún þarf að koma tunglinu svo hátt, að aðdráttarafl jarðarinnar geti ekki dregið það til sín aftur. Þegar hún verður tilbúin til brottfarar, mun hún vega um 11 smálestir. Eldflaugin fer þessa skemmti- ferð sína í þremur áföngum. Fyrst framan af þýtur hún beint upp í loftið. Hraðinn er óskaplegur: 6 400 km á klukkustund. Þegar hún er komin 55 kílómetra frá yfirborði jarð- arinnar og löngu horfin sjónum manna, hefur hún íarið fyrsta áfangann. Þá hefur aftasti hluti eldflaugarinnar lokið hlutverki sínu, og dettur hann af, svo að hann verði ékki til trafala og þyngsla. Þegar hingað er komið, hefur loftið þynnzt að mun og veitir nú ekki eins mikið viðnám og í gufuhvolfinu. Þess vegna hristir eldflaugin líka af sér plasthlíf- ina, sem hún hafði á nefi sér til þess að hlífa því við núningi loftsins. Nú má ekkert óþarft íþyngja henni. Hún heldur áfram viðstöðu- laust. Nú fer hún ekki beint upp, heldur í boga. Hraðinn hefur aukizt við það, að hún létti á sér bæði afturendanum og nefhlífinni, svo að nú leikur hún sér að því að þjóta með meira en 18 000 km hraða á klukkustund. Tækin, sem stjórna fluginu, eru öll í mið- hluta eldflaugarinnar. Vísindamennirnir kalla þau „heilabú“ eldflaugarinnar, og eru þau ekki stærri um sig en mannshöfuð. Þau eru svo nákvæm, að furðu gegnir. Enda má engu skeika, svo að flugið mistakist ekki. Ef stefn- an breytist örlítið, snýr tunglið til jarðarinn- ar aftur, og þá hefur allt verið unnið fyrir gyg. Stjórnartækin eru því einhver nákvæm- ustu, sem gerð hafa verið. Brátt hefur eldflaugin náð tilætlaðri hæð. Hún hættir að stefna upp á við og er nú komin í lárétta stefnu við jörðina. Þá er fjarlægðin frá jörðinni orðin eitthvað um 480 kílómetrar. Miðhlutinn hefur gegnt skyldu sinni, þegar hér er komið, hann eyðir síðustu LJ □ S BERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.