Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 15
>1WP & J«r* *• ^ »<* tój 6URHAR HENNffi MðM Beztu meðmœlin Fyrir mörgum árum kom ungur drengur út í skip nokk- urt og spurði eftir skipstjóran- um. — Hvað er þér á höndum? spurði skipstjórinn. — Ég vildi gjarnan biðja um vinnu á skipinu, svaraði dreng- urinn. —- Hvers vegna vilt þú kom- ast til sjós? spurði skipstjór- inn. — Til þess að geta sent mömmu peninga. Hún er ekkja. Skipstjóranum leizt vel á drenginn. — Lofaðu mér að sjá skil- riki þín. — Skilríki! Ég hefi engin skilríki. — Engin skilríki. Þá get ég ekki tekið þig. Við ráðum aldrei neinn nema hann hafi einhver meðmœli. Drengurinn átti langt heim og gat því ekki náð í nein með- mæli. Hann kvaddi því skip- stjórann kurteislega og ætlaði að fara. Þá tók skipstjórinn eftir pakka, sem hann hafði undir hendinni. — Hvað ertu með þarna, drengur minn! — Þetta eru föt og bók. — Lofaðu mér að sjá þetta. Skipstjórinn hugsaði sem svo. Ef fötin, sem eru í pakk- anum, eru eins þokkaleg og þau, sem hann er í, þá eru það talsverð meðmæli. Honum var farið að geðjast vel að drengn- um. Drengurinn opnaði pakkann. Innan í pakkanum var bók. Skipstjórinn hugsaði aftur sem svo, að ein bók geti gefið mikl- ar upplýsingar um ungan dreng. Hann tók bókina i hönd sér. Það var Biblían. Á fýrstu síðu stóð, að þetta væri gjöf frá sunnudagaskól- anum, sem drengurinn hafði gengið i: — Fyrir ástundun og góða hegðun, stóð skrifað í bókina. — Þetta eru nóg meðmæli, sagði skipstjórinn. Ég skal skrá þig á skipið þegar í stað. Dýrctvinur Einu sinni var Abraham Lin- coln á ferð með nokkrum fé- lögum sínum. Þeir voru allir riðandi. Einu sinni varð þeim held- ur en ekki skemmt að sjá til hans. Hann hafði farið af baki og bundið hest sinn við tré og var farinn að elta tvo litla unga, sem voru að flökta einir sér undir skógarrunna. Það var auðséð, að þeir höfðu dottið úr hreiðri uppi i trjánum, því að stormur var mikill. Þegar hann hafði handsamað ungana, gekk hann frá einu tré til annars, þangað til hann fann hréiðrið þeirra og lét þá i það. Þá hættu þeir að tista. Er Lincoln kom til félaga sinna, hlógu þeir að honum, að hann skyldi vera að tefja sig á þessu. — Þið megið hlæja, vinir mínir, svaraði Lincoln, en ekki mundi ég sofa vært í kvöld, ef ég hefði ekki bjargað veslings litlu ungunum. Neyðartístið í þeim og mömmu þeirra væri þá alltaf í eyrunum á mér. Bœnin bjargaði þeim Það var stríð. Fjórir her- menn höfðu orðið viðskila við félaga sína og höfðu villzt inn á yfirráðasvæði óvinanna. Á hverri mínútu gátu þeir átt von á því að vera teknir til fanga. Allt í einu komu þeir að mannlausu húsi. Þeir vissu, að þeirra mundi leitað. Þeir fóru þvi upp á loftið og földu sig þar. Þeir vonuðust til að geta leynst þar í myrkrinu. En þeir vissu, að það var úti um þá, ef þeir finndust. Þessir hermenn voru allir trú aðir menn. Þeir komu sér saman um að biðja Guð um að miskunna þeim. Þeir krupu á kné og ákölluðu Guð í hljóðri bæn. Á meðan þeir lágu þarna heyrðu þeir óvinina koma. Það var leitað um allt húsið, og nokkrir óvinanna opnuðu dyrn- ar inn á loftið og litu þar inn. En þeir sáu ekkert annað i dimmunni en menn á knján- um í bæn. Þeir lokuðu dyrun- um hljóðlega og fóru burtu. Þeim datt ekki i hug, að her- menn væru að biðjast fyrir. Hermennirnir fjórir sluppu. Um nóttina tókst þeim að laumast burtu af umráðasvæði óvinanna. Mikill munur Skipstjóri sagði einu sinni við konunginn á einni af Kyrra- hafseyjunum, að kristniboðarn- ir væru ekki annað en hræsn- arar og kristindómurinn væri einskis virði. Konungurinn hlýddi rólegur á hann, en síðan spurði hann allt í einu: — Hafið þér veitt því athygli, að skugginn af yður fellur á mig? Skipstjórinn játaði því. En hann skildi auðsjáanlega ekki hvað konungurinn átti við, svo að hann hélt áfram: — Nú skal ég segja yður eins og er. Fyrr á tímum hefði þetta kostað líf yðar, því að sá, sem var svo djarfur í heiðni að láta skugga sinn falla á konunginn, var tafarlaust höggvinn til bana, en nú erum við kristnir. LJDSBERINN 11»

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.