Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 11
Drengirnir létu þetta tal ekkert á sig fá. Þeir voru svo þreyttir, að þeim stóð á sama um allt. — Ég vona, sagði ræningjaforinginn, að þið kunnið vel við ykkur hérna. Annars er ykk- ur velkomið að fara heim til foreldra ykkar, langi ykkur til þess. En varðmanninum í grjótgarðshliðinu hef ég gefið skipun um að skjóta alla, sem gera tilraun til að flýja héð- an. En þið getið reynt að fara aðra leið niður f jallið, — bætti hann við og skellihló að fyndni sinni. Hræðileg skilaboð. — Mamma, mamma! Þeir eru að koma! Birgitta kom æðandi inn á moldugum skóm og sporaði með hverju skrefi nýskúrað gclf móður sinnar. En hvorug þeirra tók eftir því. Þær voru að hugsa um allt annað. Þær hlupu út á svalirnar og horfðu út á þjóðveginn. Það stóð heima, bíllinn var að sveigja heim að hliðinu. — Guði sé lof! sagði móðir hennar í hljóði. Hún hafði ekki á heilli sér tekið frá því kvöldinu áður, að búizt var við, að Belatjo og drengirnir kæmu, en sú von brást. Kristni- boðinn hafði reynt að hughreysta hana. — Það er engin ástæða til að óttast um þá, hafði hann sagt. Hafi eitthvað smávegis orðið að bílnum, þurfti ekki aðrar tafir til þess, að þeir kæmust ekki heim fyrir nóttina. Þeir eru vel búnir og hafa með sér nóg nesti. Belatjo getur áreiðanlega gert við bílinn, hann er svo bráðlaginn. Kristniboðinn hafði þó ekkert farið að heiman. Hann var eitthvað órólegur líka, þó að hann vildi ekki láta á því bera. Bíllinn staðnæmdist við húsþrepin. Belatjo kom einn út úr bílnum. Hvað var orðið um drengina? Komu þeir ekki líka? Konu kristniboðans lá við yfirliði. — Hvar eru drengirnir, Belatjo? Belatjo hneigði sig, en leit ekki upp. — Hér er bréf, frú, sagði hann, hneigði sig djúpt og rétti henni bréfið. Hún opnaði bréfið og las — varð náföl og settist á þrepin. — Hvað er að þér mamma? spurði Birgitta. Kemur Steinn ekki? Pabbi, pabbi, komdu, hrópaði hún og hljóp inn eftir honum. Það stóð ekki á, að hann kæmi. Konan hans LJÓSBERINN !------------------------- A ÖLDUM HAFSINS I____________ ____________ Fyrsta kínverska skipið, sem sigldi til Evr- ópu hét Keying. Það var árið 1848, og hér sjáum við mynd af því. Það er vissulega eng- in smásmíði. Þessi kínversku seglskip eru venjulega flatbotnuð og hafa 1—3 siglutré. Seglin eru fléttaðar mottur og rárnar eru bambusstengur. sat í þrepunum og fól andlitið í höndum sér. Við hliðina á henni lá böglaður bréfmiði með amharískri skrift. Hann tók bréfið og las: Til forstöðumanns kristniboðsstöðvarinnar í Ersó. Vér höfum tekið að oss tvo drengi, annan hvítan hinn dökkan. Þér skuluð, ef þér óskið, að þeir verði látnir lausir, senda þrjú þúsund eþíópska dali til Valdóárinnar, — með Belatjo. Áskilið er, að hann komi einn í bílnum og verði við ána kl. 6 annað kvöld. Komi hann ekki, eða ef þér sigið lögreglu eða hermönnum á oss, þurfið þér ekki að ætla, að þér sjáið son yðar aftur. — Hassan. Kristniboðinn leit upp. Belatjo hafði horft á hann meðan hann las bréfið, en nú horfði hann niður fyrir sig. — Hvernig atvikaðist þetta? spurði kristni- boðinn. — Þetta gerðist í íjöllunum hinum megin dalsins. Þeir höfðu fellt tré yfir veginn. Þeg- ar við staðnæmdumst réðust þeir á okkur. Ég reynai að verja drengina, en enginn má við margnum. — Hve margir voru þeir? — Að minnsta kosti hundrað. Þeir voru all- ir með byssur, en við óvopnaðir. Við hefðum skotið á þá, hefðum við haft byssur. 115

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.