Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 6
/-------------------------------------------*\ Svarti drettgurinn9 SEM VAIt 1» BISKUP ------- STUTT FRÁSAGA UM SAMUEL CRDWTHER ---' Hann hét Adjaj, þegar hann var barn og heima hjá móður sinni í Afríku. En þegar hann var 12 ára, komu þau ósköp fyrir, sem þar eru svo algeng, að vondir menn réðust á þorpið, þar sem þau áttu heima, og rændu þar öllu, sem hönd á festi, og líflétu marga menn, en höfðu hina á burt með sér og gerðu þá að þrælum sínum. Adjaj litli var einn í þeim hópi. Veslings mamma hans grét sáran út af því, alveg eins og hver hvít móðir mundi hafa gert. Hún gat ómögulega unað sér í þorpinu og fór að ráfa um héruðin þar í grennd til þess að leita að syni sínum. Og svo fór, að henni tókst að finna hann. En hve hún varð glöð. Hún grét af fögnuði. En gleði hennar varð skammvinn, því að eina nóttina var honum aftur rænt frá henni. En sú hörmungarnótt fyrir þau bæði! Hann var fluttur niður til sjávar með 186 þrælum öðrum og rekinn með þeim á skip. Skipið átti langa leið fyrir höndum, yfir hafið breiða. En er það var komið skammt áleiðis, komu menn á enskum herskipum auga á það og eltu það og hertóku. Nú voru þrælakaupmennirnir settir í fjötra, en þrælunum öllum gefið frelsi. Adjaj litli og allmargir aðrir voru settir á land í borg þeirri, sem Freetown (fríborg) nefnist. í borginni hitti Adjaj nokkra kristniboða og heyrði þá segja frá Jesú. Það var í fyrsta skipti, sem hann heyrði nafn frelsarans nefnt. Nú fékk hann að heyra sögurnar úr guðspjöll- unum, sem öll börn hérna hafa heyrt frá því er þau höfðu vit á að taka eftir. Ekki varð þess langt að bíða, að Adjaj litli færi að trúa á Jesúm og elska hann. Hann var framúrskarandi vel gefinn dreng- ur, og að fáum árum liðnum höfðu kristniboð- arnir hann með sér til Englands. Er hann var skírður, var honum gefið nýtt nafn og látinn heita Samúel. Þegar hann hafði verið í Englandi um hríð cg gengið þar á kristniboðsskóla, fór hann aftur til Afríku, og að nokkrum tíma liðnum fór hann að boða þar kristni. Einu sinni var hann á kristniboðsferð og kom þá til þorps nokkurs inni í landi langt frá Freetown. Á meðal áheyrendanna var gömul kona og með henni ungur maður. Hver haldið þið, að það hafi verið? Pað voru engin önnur en móðir hans og bróðir! Nú voru liðin 25 ár síðan þau höfðu sézt. Nú hrundu stór fagnaðartár niður eftir kinn- um móður hans. Hjarta hennar var. svo fullt af gleði, að hún fann ekki orð til að lýsa gleði sinni. Þau horfðu bara þegjandi hvert é annað, og augu þeirra ljómuðu. Móðir hans og bróðir tóku sér nú bólfestu hjá honum, og þau höfðu hið mesta yndi af að heyra sagt frá Jesú. Þau gáfu Jesú hjarta sitt og gengu í söfnuð síns elskulega sonar og bróður. Samúel var nú kristniboði í Afríku og vann þar mikið starf. Hann var kosinn biskup í Nígeríu í Vestur-Afríku. Hann hét fullu nafni Samúel Crowther, og nafn hans er eitt af þekktustu nöfnum kristniboðssögunnar. Túð vœmyjutök Athugaðu einhvern tíma, hve oft þú getur bað- að handlegg.junum á mínútu. Ef þér tekst að gera það 50 sinnum, er enginn vafi á því, að þú Verður orðinn uppgefinn, og samt hefur þú ekki jafnast á við pelíkanann, sem hefur hægust vængjatök allra þeirra fugla, er geta flogið. Hann tekur sem sé „aðeins" 78 vængjatök á mínútu. Jafnvel hegrinn, sem virðist taka það rólega, slær 150 vængjaslög á mínútu. Dýrafræðingur, sem athugað hefur þessi mál, heldur því fram, að kólibrifuglinn, sem minnst- ur er allra fugla, baði vængjunum 3000 sinnum á mínútu eða 50 sinnum á sekúndu. Þrösturinn slær 336 sinnum og starrinn kemst upp i 450 sinnum, þegar hann er að flýta sér. LJDSSERINN 110

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.