Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.10.1957, Blaðsíða 12
Kristniboðinn var alveg viss um, að ræn- ingjarnir hefðu ekki verið eins margir og Belatjo vildi vera láta, en hann lét ekki á því bera. Hann bað Belatjo að segja sér eins greinilega og' hann gæti frá framferði ræningj- anna. Belatjo skýrði að mestu leyti frá, en gerði meira úr hetjulegri vörn sinni en ástæða var til. Mæðgurnar sátu einar sér og grétu. Kristni- boðinn las bréfið aftur. — Við verðum að biðja góðan Guð að varð- veita drengina, sagði hann. En hvað eig'um við nú til bragðs að taka? Konan hans leit upp. — Við verðum að senda peningana, sagði hún. — Já, en þrjú þúsund dalir .. .! Við eigum ekki það mikla peninga. Og hugsaðu þér, ef þeir svíkjast svo um að láta drengina lausa. — Við verðum að taka af peningum kristni- boðsins. Þú ert nýbúinn að fá yfir þrjú þús- und dali. Það er engu líkara en að ræningj- arnir hafi vitað það. — Þá peninga getum við ekki snert. Þeir eiga að renna til skólans og starfsins hér og nægja til margra mánaða. Og við höfum ekki peninga til að endurgreiða með. Ég sé ekki önnur úrræði en að snúa mér til lögreglunnar. — En drengirnir, þeir verða drepnir, svar- aði konan hans í angistar róm. Hann svaraði engu. Hann reis á fætur og gekk þungt hugsi fram og aftur á svölunum. Hvað átti hann að taka sér fyrir hendur? Hann hefði getað fengið að láni gamlan vöru- bíl og ekið á honum til höfuðstaðarins, Addis Abeba, á fund yfirvaldanna. En hann hefði ekki verið skemur en viku í því ferðalagi. Honum fannst ekki á það hættandi. Ræningj- um var trúandi til alls, þeir mátu mannslíf ekki mikils. Steinn var emkasonur hans, sem hann gerði sér miklar vonir um. Hann var einstak- Jega vel gefinn drengur og mikið mannsefni fannst öllum, sem honum kynntust. —Kristni- boðinn bað til Guðs fyrir drengnum sínum. — Hjálpaðu mér, ó Guð, og vísa mér hvað ég á að gera, bað hann. Þú sérð, að nú verð ég að taka af fjármunum starfsins til að bjarga lífi barnsins míns. Fyrirgefðu mér, ef það er rangt af mér, en ég sé engin önnur úrræði. Hann fór til konu sinnar og settist við hlið- ina á henni. — Ég tek peningana traustataki, sagði hann. Belatjo getur farið með þá á morgun. Á Andafjalli. Steinn og Abebe sátu fyrir utan smákofa uppi á einni hæðinni. Maður með barefli í liendi gætti þeirra. — Hér getið þið verið, sagði hann. Ykkur er óhætt að hreyfa ykltur, en ef þið reynið að flýja þá verður ykkur tyllt með þessu þarna. Hann benti á digra járnhlekki með ökla- hringi á endunum og rjálaði dálítið við þá til þess að drengirnir tækju vel eftir. Með hlekki eins og þessa á fótunum var ekki hægt að ganga heldur aðeins hoppa á báðum fótum. — Þið verðið að matbúa ofan í ykkur sjálfir, sagði gæzlumaður þeirra enn fremur. Við höf- um enga þjóna fyrir menn eins og ykkur. Þið sækið ykkur mjöl einu sinni á dag til kofans þarna hjá ojkalypustrénu. Og vatn getið þið sótt í leirkerum, sem eru inni í kofanum ykkar. Að svo mæltu fór hann. Drengirnir fóru nú að skoða kofann, sem þeir áttu að vera í. Kofagrindin var úr spýtum og kvistum. Uian á hana hafði verið klesst blautum leir, sem svo hafði þornað og harðnað. En þakið var úr hálmi og strýtumyndað. Þannig eru venjulega kofar, sem hafðir eru til mannabústaða í Eþíópíu. En þessi kofi var gamall og' með göt á veggjum og þaki. Inni í kofanum voru alls konar óhreinindi. Hálmi hafði einhvern tíma verið dreift á moldargólfið. Steinn var viss um, að í hálm- inum mundi vera fló í þúsunda tali. — Það verður ekki sagt, að þetta sé fyrsta flokks hótel, sagði hann. En bót í máli, að það er ódýrt. Það er bara hræðilegt að vera svang- ur. Við verðum að fá eitthvað að borða, og það tafarlaust. — Ég skal sækja mjöl og vatn, sagði Abebe. Hann tók tvö leirker og lagði af stað. Steinn settist í grasið og beið. Hópur barna safnaðist að honum. Þau voru ákaflega dökk, hér um bil alveg svört. Steinn skildi ekki orð af því, sem þau sögðu. Hann reyndi að tala við þau, en þau gátu heldur ekki skilið hann. Hann hafði enga ánægju af 116 LJD5BERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.