Ljósberinn - 09.01.1926, Qupperneq 9
LJOSBERINK
<eimi sinni úr höndnnum á sér og kom hann }>á svo
hart niður, að hann mjaðmarbrotnaði og hann hefir
síðan haltur verið. En krej)tí fóturínn á honum er
líka hið eina sem er bogið hjá honuin Mamma segir
að móðir hans hafi verið hin guðræknásta kona, sem
hún hafi þekt. Hún dó i fyrra og j>á vildu allir á
heimilinu taka Billa að sjer. Hann er [>vi yndið og
eftirlætið okkar allra, eins og þér sjálfsagt skiljið
Hann viunur fyrir sér með [>ví að selja blöð, og
engin drengur getur verið fljötari í förum en Billi er
á hækjunni sinni, En í gær rak hann hækjuna sina
ofan í holu í gangstéttinni: hún brotnaði og hann
datt endilangur á stéttina. Hann gat með herkjum
komist inn í hús, en sakaði ekki að öðru leyti.
En þegar eg fór að hátta í gærkvöldi, [>á heyrði eg
Billá biðja. Herbergið hans er rélt við hliðina á her-
berginu mínu, svo að ekki er nema einfalt [>il á
niilli okkar. Eg hcyrði því alla bænina. Og þeirri
bæn mun eg aldrei gleyma.
Hún var svona:
»Kæri frelsari. Eg er ekki vanur að kvarta yfir
krepta fætinum mínum. Eg sætti mig vel við að
ganga með hækju alla æfi mina, en hækjulaus kemst
eg livergi. Eg hefl enga peninga fyrir annari liækju
og eg veit ekkí, til livers eg á að snúa mér. Viltu
nú ekki, kæri frelsari, gefa inér nýja hækju. Mamma
sagði altaf, að eg skyldi leita til pín, ef eg væri í
nauðuin staddur og pess vegna kem eg nú til pín.
Góði Guð, bænheyr pú mig fyrir sakir Jesú. Amen«.
»Eg lá lengi vakandi og hugsaði um [tessa bæn,