Ljósberinn - 09.01.1926, Síða 17
LJÖSBERINN
15
pá orðin gömul og lasburða og gátu ekki yrkt akur-
blettina sína. Ef hann færi frá þeim, j)á ættu jiau
engan að. Hann réð pví af að fara hvergi, jiví að
hann unni gömlu foreldrunum sínmn hugástum.
Skamt frá þorpinu lá þéttur og mikill skógur. Inni
í skóginum var dimt og ömurlegt, og sagt. var, að
illir vættir ættu þar heima og væru til í alt.
Kvöldið fyrir, er brúðkaup þeirra Elsu og Konráðs
skyldi standa, reikaði veslings Arnaldur eirðarlaus
fram og aftur. Hann hafði ekki fengið svo mikið
sem að yrða á Elsu frá því er hún var gefin Kon-
ráði, því að herramaðurinn hafði komist á snoðir um,
að eitthvað væri gott á milli Elsu og þessa fátæka
kotungssonar; liafði hann því lokað dóttur sína
inni. [Frh.].
Það gengur ekki að óskum.
Einu sinni kom einn af vinum Lúthers til hans.
Lúther spurði: »Jæja, hvernig gengur það nú?« »Æ,
það gengur ekki að óskum«, svaraði vinur hans.
Lúther þekti vin sinn að öllu góðu og svaraði bros-
andi: »Svona á það að vera. Af því að þér gengur
ekki alt að óskum, þá ertu nú búinn að leggja allar
óskir þínar á vald og vilja Drottins þíns, svo að nú
biður þú á hverjum degi: »Verði þinn vilji svo á
jörðu sem á himni«.