Ljósberinn - 01.01.1936, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.01.1936, Blaðsíða 6
4 LJÓSBERINN Reiði. »Vertu ekki að fárast yfir því, þó ég yrði reiður áðan,« sagði Karl við litlu systur sína. Hann hafði tekið brúðuna hennar og kastað henni inn í ofninn. »Ég skal, gefa þér miklu fallegri brúðu í staðinn. Reiðin varir aðeins augnablik, svo er ég góður aftur og hlæ að öllu saman; gerir ekkert til, þó manni renni í skap og maður gefi því útrás.« »Eirtu viss um það,« spurði faðir Karls. Hefir þú athugað afleiðingar reiðinnar? Ertu viss um, að hún vari aðeins augnablik? — Nú skal ég segja ykkur atburð frá æskuárum mín- um, atburð, sem ég gleymi aldrei. Eg var mjög reiðigjarn, eins og þú, og var þá stundum snar í snúningunum, og gaf mér engan tíma til íhugunar. Mér gekk vel í skólanum, var all-oftast efstur í mínum bekk, og gerði þetta mig dramblátan, Svo var það dag einn, að ég var reglulega upplagður og hrósaði mér af gáfum mínum og dugnaði að vera alt af efstur. En, »sá, sem þykist standa, gæti að sér, að hann ekki falli.« Sama dag svar- aði ég svo heimskulega einni spurningu kennarans að öll börnin í bekknum fóru að skellihlægja. Eg varð sárgramur og skammaðist mín niður fyrir allar hellur og forðaði mér sem ffjótast heim, þegar skólatími var úti, Ég vildi ekki verða samferða þeim, sem höfðu þannig hætt mig. »Nú, þarna gengur maður þá fram á herra nr. 1 úr skólanum, það bar held- ur lítið á þér, þegar þú skauzt út úr skólanum. Einhverntíma hefir nú kveð- ið meir að kempunni,« sagði skólabróðir minn, um leið og hann fór fram hjá mér, og svo æpti hann hið heimskulega svar mitt til kennarans í eyra mér. Þá fékk reiðin vald yfir mér. Án þess að athuga hvað ég gerði, dró ég úr skeiðum hárbeittan skeiðarhnífinn rninn og varpaði honum á eftir skóla- bróður mínum. Ég sá hnífinn skríða al- veg meðfram kinn hans og hljóp hann í eik eina er var rétt framundan og stóð þar fastur. Drengurinn staðnæmdist, og er ég leit í hið náföla andlit hans, þá endur- vitkaðist ég og sá í réttu Ijósi hið hræði- lega athæfi mitt. 1 megnustu sálarang- ist, sem greip mig, varpaði ég mér til jarðar og grét beizklega. Börnin, sem komu á eftir mér hópuðust utan um mig og reyndu, að hugga mig. Jafnvel drengurinn, sem ég ætlaði að skaða, kom til mín og strauk tár af augum mér, með huggandi orðum, og sagði, að þetta hefði alt verið sér að kenna, og nú væri þetta gleymt, þar eð hann hefði ekkert meitt sig. En ég skildi vel, hvað hér hafði gerst, Hér hafði hönd Guðs hlíft. Honum átti ég það að þakka, að skólabróðir minn lá nú ekki liðið lík við hlið mér. Það var mildi Guðs og náð að þakka, að ég um aha æfileið var ekki brennimerkt- ur morðingi, og með það hræðilega sam- vizkubit, að ég hefði svift mann lífi, og þá hefði ég aldrei framar getið litið glaðan dag. Eg var lengi að ná mér eftir þetta áfall. Síðan þetta gerðist, hefi ég ekki litið á reiðina sem smávægilegan, mannlegan galla, vel má vera, að hún sé oft augna- blik og hverfi svo fljótt aftur, en á því augnabliki getum vér oft framkvæmt það, sem öll vor æfi ekki fær bætt. Þess vegna segi ég við þig, kæri son- ur: Hugsaðu um afleiðingarnar, og reyndu að hafa vajd yfir þér, áður en reiðin verður þér yfirsterkari. »Sá, sem hefir stjóm á sjálfum sér, er meiri maður en sá, sem vinnur borgir.«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.