Ljósberinn - 01.01.1936, Blaðsíða 25

Ljósberinn - 01.01.1936, Blaðsíða 25
LJOSBÉRÍNN 23 Mafflma mín 02 mamma Jín. Þegar ég var tíu ára, svaraði ég mömmu minni einu sinni út af. Nú man ég alls ekki, hvernig ég svar- aði né af hverju það koro, því að nú er ég fulltíða. Eg man það eitt, að svar- ið var ekki fallegt. Eg man svo glögt svipbrigðin á andliti mömrou; hún varð svo hljóð og svo hrygg í bragði. Tárin hrundu. niður kinnar hennar. Elsku mamma, sem unni mér svo heitt. Nú er hún frá mér farin, hún er heima hjá Guði, og ég veit, að hún fyrirgaí mér af sinni djúpu móðurelsku bæði þetta svar og allar aðrar sorgir, sem ég bakaði henni. En mér er sem ég' sjái svipinn henn- ar enn þann dag í dag. Og þú getur ekki gert þér í hugarlund, hvað það hryggir mig inst inni, að ég var svona slæm við hana mömmu mína. Einu sinni var ég ákaflega veik. Það var að grafa í eyranu á mér og ekkert gat linað kvölina, nema mikill hiti. Eina nóttina urðu verkirnir í eyranu alveg óbærilegir. Þá var roamma á hlaupum alla nótt- ina fram og- aftur frá rúminu til aö halda ofninum heitum og hita við hann fóðurbaðmull, til að halda henni við eyrað, og jafnótt, sem eitt fóðurullar- stykkið kólnaði, þá kom mamroa með annað. Það getur verið, að í þessari sögu sé ekki neitt átakanlegt; en samt er það víst, að elsku mamma andvarpaði sár- an og bar í hjarta mikla hræðslu og sendi upp til Guðs marga innilega bæn á þessari nóttu, á leiðinni frá ofnin- uro að rúminu — alt vegna mín. Það var áreiðanlegt. Og mamma þín? Manstu ekki eftir þeim degi, þegar þú svaraðir henni ein- hverjum ónotum? Og rekur þig ekki, minni til þess, hversu húiv mamroa þín hjálpaði þér, þegar þú varst veik. Hún elsku mamma þín. Og hún er ef til vill enn á lífi hjá þér. Elsku barn, vertu góð við hana mömmu. þína. Mamroa hefir svo mikl- ai' mætur á ástúðlegum orðum, eða ein- hverju handarvikinu, sem þú gerir fyr- ir hana, eða á brosinu þínu — hví ertu þá svo spar á þetta við hana? Og eigir þú enga móður á lífi, þá áttu einhverja aðra að', sero er ant um þig, einhverja, sem vilja alt fyrir þig gera. Þú átt að virða þá fyrir það. Elskaðu hana af öllu hjarta þínu, sem þér er nákomnust; það er of seint, þeg- ar hún er frá þér tekin, hafir þú van- rækt að sýna henni ástúð, meðan tími var til. Og þú þarft ekki annað en að vilja þetta, því að kraftinn til! þess og kær- leikann getur þú sótt til Guðs og feng- ið ókeypis. Dvergurinn. Þetta er indversk þjóðsaga um dverg, sem gekk til kongsins og sagði við hann: »Viltu g-efa mér svo roikið af landi þínu, sem ég’ get stikað í þremur skref- um?« Kongur horfði á litla dverginn og sagði: »Já, það skal ég gera.« En alt í einu óx dvergurinn og varð svo ógurlega stór, að hann tók alt ríki kóngsins í þremur skrefum, og ekki nóg með það, að hann tæki alt kóngs- ríkið, heldur sló hann líka sjálfan kónginn í hel. Þetta er nú auðvitað aðeins indversk þjóðsaga. En hvaða sannleika finnum við í henni? Hún á að kenna okkur að gæta okkar vel fyrir smáu freisting- unuro og smáu syndunum. Lítill drengur eða lítil stúlka fór í

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.