Ljósberinn - 01.01.1936, Blaðsíða 20

Ljósberinn - 01.01.1936, Blaðsíða 20
18 L JÖS BERINN alveg innihaldjð og skrifaði í snarkasti ?. nnað bréf og- í því stóð, að drotning- aifti þegar í stað að sifta |3essurn unga efnilega manni dóttur sína, og alt þetta R'tti að gerast áður en kongur kerni heim. Svo fylgdi gamla konan hamingju barninu á leið svo Iangt, að hann sá gvlta kúpla kóngshallar bera við blá- loftið tæra. Hún gaf honum fiskinet og reku til minningar um það, að fundum þeirra hefði borið saman, og fyrir það, a(. hann hefði hjúkrað sér veikri. Hinn u.ngi maður þakkaði henni mjög vel fyr- ir, en hann hugsaði með sjálfum sér, hvað hann eiginlega ætti að gera við þessi barnaleikföng, því hvorttveggja var svo lítið, að vel mátti stinga því í vasa sinn. Þegar kóngur, nokkru síðar, ■■ kom heim, og frétti að hinn ungi maður væri hvorki meira né minna en giftur dótt- ur sinni, réði hann sér ekki fyrir reiði og húðskammaði drotnipguna sína, En hún sagðist bara hafa hlýtt skipun háns, sem í bréfinu hefði staðið. Hvorki kongur né drotning gátu skilið, hvernig í þessu lá. En kongur sneri nú allri reiði sinni að u.nga manninum og sagði, að svo skyldi hann ekki sleppa með konukaup- in. Ef hann gæti fært sér armband, sem drotningin sín hefði týnt úti í skógi og aldrei hefði fundist, þá skyldi engu raskað með giftinguna. Nú var hamingjubarnið klætt úr öll- um fínu' fötunum og færður í gömlu sjó- mannsfötin aftur. Og svo gekk hann hryggur í huga út í skóg — allar fram- tíðarvonirnar - og fallega höllin með gyltu kúplana hvarf nú að baki bonum. Hann leitaði nú og leitaði þar til hann bæði þreyttur og svangur settist niður síðla kvölds. »Ó, að ég fyndi nú aðeins lítinn brauð- mola í vösum mínum,« sagði hann og fór að leita í vösum sínum. Ekkert fann liann þai-, sem satt gæti hungur hans; en hann rakst á litlu rekuna sína og tók hana upp. »Já, litla rekan mín, bara þú værir nú orðin svo stór, að ég gæti grafið me.) þér í moldinni og leitað að armbandinu,« Og alt í einu var rekan orðin eins stór og vanalegar rekur. Svo stakk hann henni niður í jörðina og rekan hamaðist sjálf og rótaði upp moldinni og alt í einu gióðu g'imsteinarnij' í armbancb drotningar í moldinni. Nú varð hann' glaður, því megið þið ti'úa, og hann flýtti .scr til hallarinnar 'og rnikið hýrnaði yfir kongi, þegar hann handlék armbandið. En honum fanst það nú samt eitthvað lítillækkandi að eiga þennan fiskimann fyrir tengdason. »Þú skalt finna fingurgullið mitt,« sagði hann. »Ég glataði því í hyidjúpa vatnið, sem er hérna utan við höllina. Ef þú kemur með það, þá skaltu ekki aðeins fá dóttur móna, heldur og alt kóngsríkið eftij- minn dag.« Ungi maðurinn gekk nú hryggur út úr höllinni og settist við vatnið djúpa. Hvernig gat hann náð í fingurgull. kóngsins, sem lá þar á vatnsbotni? Svo datt hon.um alt í einu í hug fiski- netið smáa, og hann tók það upp úr vása sinum. Já, væri það nú orðið svo stórt að hann gæti rent því til botns í vatninu, þá væri þó reynandi að slæða fingur- gullið upp. Og samstundis var netið orð- ið stórt, Hamingjubarnið vaj-paði nú netinu út í vatnið og hugsaði: »Já, aðeins að ég' væri nú svo heppinn að fingurgullið flæktist í netinu! En það var ekki fing- iirgull kongsins, sem hann dró upp, heldur gulifallegur fiskur. En þegar hann ætlaði að varpa fiskinum aftur í vatnið, sá hann eitthvað glitra á ugga fisksins, og hversu varð hann ekki undrandi og glaður, er hann leit þar fingurgull kóngsins, Hann tók nú fing-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.