Ljósberinn - 01.01.1936, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.01.1936, Blaðsíða 8
6 LJÖSBERINN Skyrtuhnappur pabba. Eftir Ellen Götzsche. Pétur litli var staddur á barnaguðs- þjónustu. Þarna sat hann grafkyr og starði stórum augum á manninn, sem var að tala. Maðurinn sá var alvarlegur til augnanna og jþó svo glaður á svipinn. Maðurinn, sem talaði svo, að sjö ára gamall piltur, eins og Pétur, gat skilið næstum alt, sem hann sagði, var víð- förull maður. Hann hafði ferðast alla leið út til heiðingjanna, sagði frádrengj- u m og stúlkum þar úti. Pétur hlustaði á með hinni mestu á- nægju, þangað til sagt var alt í einu, að öll bömin, litlu börnin líka, fengju leyfi til að koma alla leið upp að altar- inu í kirkjunni, en þangað hafði Pétur litli aldrei komið. Og svo áttu þau að gefa þar sína gjöfina hvert þeirra. Fyrir altarinu stóð kristniboðinn frá heiðna landinu. Hann var í hempu, eins og' prestur. Pabbi Péturs hafði líka ver- ið í hempn, það mundi hann svo glöggt. Nú var hann í himnum hjá hinum elsk- aða Drotni Jesú. Og þegar Pétur spurði móður sína, hvort pabbi væri ekki enn í svörtu hempunni þar uppi, þó brosti mamma, gegnum tár og mælti: »EIsku litli Pétur minn! Hjá Jesú fær pabbi himneskan prestaskrúða og hann er fegurstur allra. Það lét Pétur sér vel skiljast og gerði sig ánægðan með það, og hugsaði nú með gfeði til pabba síns í himninum. En nú stóð kristniboðinn þarna, frá heiðna Iandinu og leit svo ástúðlega á barnahópinn fjölmenna, sem nú gekk upp að altarinu til að leggja fram gjaf- irnar sínar. Með því móti gátu þau svo hjálpað Jesú, svo að heiðingjarnir gætu íengið að heyra sagt frá honum og tekið trú á hann. Pétur sat á sínum stað niðri í kirkj- unni og var ósköp dapur. Hann langaði svo ógn til að fara upp að altarinu — og hann mátti líka svo gjarna koma, þó hann væri með tvær hendur tómar, það sagði kristniboðinn svo hlýlega við öll minstu börnin. En Pétur hafði tíeyring; en hann átti hann aðeins ekki sjálfur. Mamma hafði fengið honum hann, þegar hann fór til barnaguðsþjónustunnar; en mamma átti nú helzt til fáa tíeyringa eftir það er pabbi dói og fór til himins. Pétur óskaði þess nú af heilum huga, að hann ætti eitthvað sjálfur, sem hann gæti gefið. Hann langaði ekki aðb'ða eft ir því, að hann »yrði stór«; nú, undir eins því að hann »yrði stór«; nú, undir eins nú, vildi ha,nn fórna einhverju og gefa það sínum elskaða Drotni Jesú Kristi. Pétur rótaði nú með fingrunum í öllum sínum vösum — þeir voru fimm alls og hann var hróðugur af þeirri vasaeign. Hann varð einna síðastur upp að altar- inu. En er hann stóð upp úr sæti sínu skein gleðin úr augum hans, því að hann hafði fundið nokkuð, sem hann áttí sjélfur og sem hann þá gat gefið sjálfur. Hann fann það inni á brjósti sér; það liékk ’í taug um hálsinn á honum. Mamma gaf honum það, þegar pabbi var til himins farinn. Pétri fanst bann gæti varla skilið það við sig, því að liann pabbi lrams hafði átt það, hann elskaði pabbi hans. En nú átti Jesús að fá þao að gjöf. Pétur gekk upp að altarinu, nær síð- astur allra. Hann ljómaði af gleði og hann lagði fram með 'gjöfum hinna barnanna litla skyrtuhnappinn hans pabba úr guili með tíeyringnum hen-n- ar mömmu sinnar .

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.