Ljósberinn - 01.01.1936, Blaðsíða 23

Ljósberinn - 01.01.1936, Blaðsíða 23
LJÖSBERINN 21 er hann lagði af stað í þessa háskareið og fyltu hjarta hans gleði og hugrekki. Það er óvíst að vita, hvað hann hugs- aði, er hvatstígi klárinn hans brunaði áfram, hann vissi það varla sjálfur; hann vissi aðeins eitt, að það var ógur- lega kalt, og að höfuðsmaðurinn hafði talað um hættur — að hann gæti ef til vill hitt úlfa á leiðinni; en framar öllu öðru hafði hann meðvitund um, að hann átti að ríða með erindi, sem ekki mátti bíða. En smám saman fór honum að verða rórra innan brjósts. Hreyfingar hestsins voru æ hinar sömu og höfðu friðandi á- hrif á hann. Ennþá hafði ekkert ófyrir- séð borist honum að höndum, en hann átti fult í fangi með að halda sér vak- and'i, svo þreyttur sem hann var. Nú bar hann að skógi einurn, og er hann hafði riðið spölkorn inn í skóginn, þá fann hann, að hesturinn fór að skjálfa undir honum af hræðslu; hann henti sér upp í loftið, svo að hann hafði nærri varpað Alexander úr söðlinum. Nú glaðvaknaði hann og þreif skamrn- byssu sína. Nú fór hann að heyra ýlfur og gól úlfanna inni í skógarþykkninu. Og í sömu svifum stökk úlfur út úr kjarr- inu og tók að elta hann. Því næst kom annar og hver af öðrum, allir tryllings- legir, hungraðir og græðgislegir. Hann sá, að eina undanfærið var það, að hann gæti komist út úr skóginum. Hann vatt sér við í söðlinum og miðaði skoti á forystuúlfinn, einmitt í því augnablik- inu, er hann ætlaði að stökkva að klárn- um. Úlfurinn féll dauður til jarðar og námu þá hinir staðar augnablik, en héldu síðan eltingaleiknum áfram. Alex- ander sá, að líf hans var í veði og nú reið á, að nota hvern möguleika sér til bjargar. Hann keyrði hestinn sinn sporum og knúði hann fram með því sem næst yfirnáttúrlegum hraða. En þess var ekki þörf, að herða á skepn- unni, — hræðslan í veslings hestinum var eigi minni en í honum sjálfum. Hann brunaði hratt, sem vindur færi gegnum skóginn; loks komust þeir út á bersvæði hinum megin skógarins. Olf- arnir eltu, hvæsandi af ákafanum í það, ao læsa tönnum í hestinn hans, sem honum þótti svo vænt um. Alexander skaut hverju skotinu af öðru og úlfarnir féllu dauðir niður öðru hvoru, aðrir urðu helsærðir og ýlfruðu ámátlega. Tveir þeirra námu staðar og hættu eltingaleiknum, en hinir héldu áfram. Einn af þeim var svo nærgöng- ull, að hann var að setja opið ginið ut- an um annan fótinn á honum í sömu svifunum og hann skaut í hausinn á honum. En nú gerðist hið versta, sem fyrir gat komið. Skammbyssan bilaði; hann gat ekki hnikað lásnum. Hvað var nú til ráða? Ekkert annað en að gefa sig Guði á vald og halda áfram undanreið- inni. Alexander skaut höfðinu alveg nið- ur á bringu og lokaði augunum, til þess a.ð hlífa sér við því sjálfum að sjá hin-a gráðugu úlfa, sem hann vissi, að á hann mundu ráðast á hverri stundu og hest- inn með. Hesturinn flaug nærri því á- fram. Skyldi hann geta riðið úlfana af sér? Þá fann hann alt í einu, að hestur- inn varð rólegri og hægði á sprettin- um. Hvað hafði nú gerst? Voru úlfarn- ir farnir? Hvernig gat staðið á þessum umskiptum. Var honuni óhætt að líta upp? Hann hóf upp höfuðið, lyfti sér í söðlinum og leit til baka. En þá sá hann engan úlf framar. Hann sá þá ýms merki mannabygða; fram undar. honum lá þorpið X, þar sem Ivanovitch ofursti hafði sína bækistöð. Hann gat næstum ekki áttað sig á því, að hann skyldi vera kominn svo langt, »Guð, ég þakka þér,« mælti hann fyr- ir munni sér, »ó, Guð, en hvað ég þakka þér!«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.