Ljósberinn - 01.01.1936, Blaðsíða 24

Ljósberinn - 01.01.1936, Blaðsíða 24
Tíu mínútum síðar afhenti hann of- ursta skjölin, sem honum höfðu. verið á hendur falin. »Þú ert hreystimaður,« sagði hann, hegar Alexander var búinn að segja honum frá hættureið sinni gegnum skóg- inn. — »Ég skal mæla með því, að þú hljótir frarna við herdeildina þína.« »Ofurstinn verður að fyrirgefa,« sagði Alexander ógn hljóðlega, svo að varla. heyrðist, því að svo mæltu hneig liann meðvitundarlaus niður á gólfið fyrir fætur ofurstans, Hin ákafa reið og hin mikla hræðsla hafði eytt öllum lífsþrótti ha,ns. Með aðstoð læknanna og með nokk- urra daga hvíld og góðri hjúkrun náði hann aftur fuljum kröftum, Skömmu síðar vai' honum veittur frami við her- deild sína. Og upp frá þeim degi leit enginn smáum augum á Alexander, sem þreytti kapphlaupið við úlfana. Stafur Hmáfædia mauusins. I listverkahöU einni í Rómaborg er mynd eftir frægan málara af blind- fædda manninum. Tveir mentamenn voru einu sinni að skoða þetta málverk. Annar þessara manna hafði oft athugað þetta, málverk áður. Hann spurði nú hinn, hvað honum þætti merkilegast og fegurst við mál- verkið. »Ásjóna Krists,« svaraði hinn. »Jái, vígt er hún fögur, en þó ekki hið fegursta.« »Þá eru postularnir, sem standa um- umhverfis Drottin.« »Ekki heldur.« »Þá er það höfuð blinda mannsins?« »Nei, ekki það heldur. Sjáið þér staf- inn, sem liggur á gólfinu? Honum hefir blindfæddi maðurinn varpað frá sér, áður en hann fékk sjónina. Hann trúir áður en hann sér, trúir á mátt Jesú til þess að gefa sér sjónina. Á þennan hátt hefir listamaðurinn viljað sýna mátt trúarinnar, sero örugg varpar sér í Drottins skaut, án þess að byggja von sína á nokkru öðru en hjálp hans. Þetta er hið fegursta við málverkið.« Gleðilegt nýár. Enn eru ómar þessara orða varla horfnir. Enn kemur það fyrir, að menn óska hver öðrum »gleðileg,s nýárs«, þakka fyrir það gamla, og núna fyrir nokkrum dögum var það á vörum hvers roanns, því þá var árið 1935 liðið, en 1936 komið í staðinn. Við skulum alveg láta það liggja á milli hluta, að þessi orð eru ábyggilega oft sögð hugsunarlaust. Við skulum aðeins reyna að gera það sem við getum til þess, að árið verði gleðilegt, fyrir okkur og umhverfi okk- ar; við skulum öll, sem þetta lesum reyna með Guðs hjálp að láta þessi orð ekki vera markleysu eina, heldur veru- leika í lífi okkar. Yfir þessum áramótum hvíla skugg- ar frá ófriði og ófriðarhættu út í heimi, og skuggar vaxandi örðugleika hér hjá ckkur, skuggar sorglegra atburða, og svo óteljandi skuggar, að ef við förum að leita þá uppi, er hætt við því að við sjáum alt svart. Þess vegna megum við ekki nú á þessu ári einblína á hið dökka í tilverunni, heldur leita hins eina, er getur gefið okkur í sannleika gleðilegt ár. Við skulum á þessu ári keppa eftir að finna hið góða, leita að hinu fagra og reyna að finna og skilja vilja Guðs. Ef við lærum að leita hans í erfiðleik- um okkar og hyggjum ekki á þá fá- vizku, að treysta á eigin mátt okkai og megin, þá munum við eignast gleði- legt ár í anda og' sannléika, þar sem »gleðilegt ár« verða ekki innantóm orð, heldur Guð-innblásinn veruleiki. Guð gefi okkur öllum slíkt gleðilegt ár! — Ag.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.