Ljósberinn - 01.01.1936, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.01.1936, Blaðsíða 4
2 LJÓSBERINN r Avarp til lesenda Ljósberans. Það hefir nú atvikast þannig, að ég tek aftur við útgáfu Ljósberans og allri umhugsun um hann. Reynslan þetta ár leiddi það í Ijós, að útgáfan var svo dýr, að hún varð Kristilegu bókmentafélagi ofviða, en það er ungt cg félítið félag. Vandaði það mjög til biaðsins og var frágangur þess allur frá félagsins hendi hinn 'prýðilegasti. Rit- stjóm og afgreiðsta var einnig í ágœtu lagi, enda var það starf í höndum Sig- urjóns bóksala Jónssonar, sem uni langt skeið liafði á hendi ritstjórn og af- greiðslu Æskunnar. Nú var um tvent. að vclja, að leggja blaðið niður eða að ég gœfi það út framvegis, þó að ekki sé annað fyrirsjáanlegt, en að blaðið verði m.ér fjárhagsleg byrði eins og áður, og eins og það einnig varð félaginu. En þar sem aðstaða mín, gagnvart blaðinu, er nokkuð önnur en félagsins, þá mun ég rexjna að gefa það út. þetta ár, með hjálp Guðs og góðra manna, sem standa xilja i lians fylkingu á orustuvellinum, og vinna að framgangi hans máila á meðal þjóðar vorrar. Það vœri meira en raunalegt, ef Ljós■ berinn hœtti að koma út, einmitt nú, þegar fyllcingar myrkravaldsins ryðjast fram með ópum og óhijóðum og virðast leggja meiri álierzlu á það en nokkru sxnni fxjr að ná œskulýðnum inn í raðir sxnar. Þið öll,'sem þetta lesið, og viljið sjálf eiga Drottinn að athvarfi, í blíðu og stríðu, í lífi og dauða, og viljið að börn yðar verði hinnar sömu blessxmar að- njótandi, styðjið þetta veika starf mit.t innan kirkju Krists í landi voru á meðal barnanna. Ljósberinn hefir frá fyrstu tið og mun framvegis halda hátt merki Jesú Krists, vors blessaða frelsara, og barnavinarins bezta. Fyrir það eignast blaðið marga mjög ákveðna andstæð- inga, en líka marga vini — og nú þarf einmitt virúunum að fjölga. Sláið nú hring um IKósberann, svo hann i framtíðinni geti orðið þróttmikið máigagn Drottins málefnis á meðal ís- lenzkra bama og æskulýðs. Það má gera á margan hátt. I fyrsta lagi með því að útbreiða blað- ið og mæla með Irví, liver á sínum stað við vmi sína og kunningja og standa > skilum. við blaðið. Otvega útsölumenn, til sjós og sveita. Væri ég mjög þakk- látur, ef vinir blaðsins víðsvegar um landið vildu benda mér á menn eða kon- ur, sem sérstaklega viidu vinna að út- breiðslu blaðsins. 1 öðru lagi geta vinir biaðsins styrkt. það með gjöfum og áheitum, hefir oft hepnast vel að heita á Ljósberarm. / þriðja lagi geta menn minst blaðs- ins í bcenum. sinum., því bœnir stíga upp að hástóli Guðs, og séu þær beðnar ' Jesíi nafni, þá liafa þær fyrirheit um bænheyrslu. Og það &r þá fyrst og fremst í bæn til Guðs um að vernda Ljósberann, bæn framfluttri í Jesú nafni, sem ég byrja aftur á því að gefa blaðið út. Reykjavík, 10 janúar 1936. Jón Helgason.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.