Ljósberinn - 01.01.1936, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.01.1936, Blaðsíða 10
8 LJÖSBERINN Leyndarmálið' mitt er það, sem máttu engum segja, að jólagjöfin er geymd þar inni, góði, viltu nú þegja? Engir vita um það mega og allra sízt hún mamma kær; blessuð jólin bráðum koma, brosir mamma’, er gjöf liún fcerx Fr. Fr. Fögur er foldin. Það er mælt að presturinn og skáldið Bernhard Severin Ingemann hafi einu sinni sem oftar gist hjá Fenger presti á Lynge, skamt frá Sórey. Ingemann sat hjá hinum mætu vinum, sem buðu honum, á bekk fram við dyrnar á ald- ingarðinum. Þar skemtu þau sér öll saman á yndislegu sumarkvöldi við sól- arlag. Jóhanna, dóttir Fengers prests, hafði erft sönggáfu föður síns, bæði til ao syngja og leika á hljóðfæri. Hún sat inni í stofunni og lék á slaghörpu. Það var gamalt lag, sem hún lék, að sögn alla leið frá krossferðatímunum (1096— 1196); þá hafði það mjög verið sungið og leikið. Ingemann hlustaði frá sér numinn á hið fagra lofsöngslag, sem unga stúlk- an lék á hörpu sína. Og er hún hætti, þá hrópaði hann upp: »Haltu áfram! Haltu áfram!« Og með- an Jóhanna var að leika lagið aftur og aftur, þá varð til í sálu Ingemanns fyrsta versið af hinum inndæla sálmi hans: »Fögur er foldin, heiður er Guðs himinn.« En síðar bætti hann við tveimur síð- ari versunum. Það er lofsöngur, sem pílagrímum Guðs er ætlað að syngja á útlegðargöngunni í heimi þessum. — Nafn Jesú. Nafn þitt, Jesú, ég elska eitt, alt gott í þínu nafni’ er veitt, Drottinn minn dásamlegi; enn þín miskunn og rrdldi greitt mig leiði á þessum degi. Eg gef mig áilan, Guð minn þér, gættu í lífi og dauða’ að mér, halt þínum sauð til haga; á þínum eilífu örmum ber mig ævi minnar daga. (J. Þ.) Fátækur maður bað skóla- bróður sinn um peningalán og fékk svohljóðandi svar: »Ef þú ert peningalaus, þá getur þú ekki lifað lengur. Ef þú getur ekki lifað lengur, þá þarfnast þú ekki peninga; þar af leiðandi þarft þú ekki pen- inga, ef þú hefir þá enga.« Kenuarl: »Hve lengi stóð þrjátiu ára stríðið?« Fannejr þegir. Kennarinn: »Hvað er tóif ára stúlka gömul?« Fanney: »T61f ára.« Kennarinn: »Jæja, hve lengi stóð þá þrjátlu ára stríðið?« Fanney (glöð): »T61f ár!« Eftir Thorleif Markman. llLlii Theódór Arnason islenzkaði. öll svo ákaflega fjarlæg honum. En það, að vera sam- vistum við Pétur litla, varð þess valdandi, að hver endurminningin á fætur annari, um ánægjulegar samverustundir með þeim heima, þó að stuttar væru og strjálar, ryfjuðust upp í huga hans. Hann var sjaldan lengi heima í einu. Fæði og klæði þurftu þau ÖU, og af stýrimannskaupinu var- aldrei hægt að leggja neitt í sjóð. Það var ekki meira en svo, að það hrökk rétt til nauðsynlegustu þarfa.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.