Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Blaðsíða 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
221
ekki þetta vera ein höfuðorsök þeirrar deyfðar og dauða,
sem svo víða á sér hér staS í trúarefnum ? Eg hygg ]iað
áreiðanlega. Slík kensla getur að vísu barið trúarlœrdóma
inn í höfuðin, en trú inn í hjörtun — aldrei, og trúfræbi
þannig kend og numin undirbýr jarðveginn ágætlega undir
efa, skeytingarleysi og vantrú.
Ef nú þessu er þannig háttað, þá er auðsætt, að hér er
mikið í veði, stórvoði fyrir þjóð vora alla; sá voði, að slík
trúarbragðakensla afkristni landið smátt og smátt. Og ég
vil biðja yður öll að hugsa um hvað í því felst; hugsa um
það í alvöru og einlægni, þegar þér eruð ein með guði og
hugsið um líf og tilveru sjálfra yðar og annara. Eg skil
ekki hvernig nokkrum fer þá að dyljast, hversu óbætanlegur
missir það er, að vera án trúarinnar.
En hvernig á þá að afstýra þessum voða. Eg get ekki
gefið neitt beint svar. Sumir vilja kasta trúarbragðakensl-
unni á dyr úr skólunum og létta þannig ])essu „hvirnleiða"
starfi af kennurunum, og kasta því að öllu leyti upp á heim-
ilin og prestana. Þessa tillögu gæti ég ])ví að eins aðhylst,
að ég hefði það vantraust á kennurunum, að þeir gerðu
fremur að spilla en bæta, svo að þeir rifi það niður, sem
heimili og prestar bygðu upp. En ég liefi ekki þetta van-
traust á þeim. Eg hefi engu lakara traust til þeirra í þessu efni,
heldur en heimilanna, nema betra sé, og til eru kennarar. sem ég
ber betra trausttil í þessu efni heldur en sumraprestanna. Eftir því
sem hérhagar til víðasthvar, um strjálbýli og mannfæð á heim-
ilum og erfiðleika í samgöngum, sýnist mér svo langt frá að
fækkandi sé þeim mönnum, er starfi að útbreiðslu kristindóms-
ins og innrætingu hans í sálir barna þessa lands, að þörfin sé
miklu heldur, að allir þeir, sem þess eru umkomnir og þess
eiga kost, vinni að því eftir megni. Því umfangsmeira og mildl-
vægara sem starfið er, því fleiri og betri verkamenn þarf til
þess að vinna það. Eg vildi óska að allir þeir, sem við kenslu
fást, fyndu og skildu hvað kristindómsfræðslan er þýðingar-
mikið atriði i öllu uppeldi, og að þeir væru þá um leið þeir
drengir, að gefa ekki um að kasta því á annara herðar,
heldur legðu sjálfir ótrauðir lið sitt eftir megni, til að bera
sinn hluta af erfiðleikunum, sem óneitanlega íylgja því. Erf-
iðleikar fylgja að sjálfsögöu hverju ])ýðingarmiklu starfi, og
þeir útheimta jafnan sjálfsafneitun. — Það sé fjarri mér að