Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Síða 9

Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Síða 9
Nýtt kirkjublað. 225 sannarlega vildi ég óska„ að þær yrðu sem mestar, en ég vildi ekki samt, að attiir hugur þjóðarinnar snerist að þeini; það er svo hætt við, að andlegt líf hennar kafnaði þá í efn- ishyggju, aurasýki og munaðarsótt; og það eru þessar stéttir, kennarar og prestar, sem verða að berjast sameiginlega móti þeirri hættu; þær verða að kosta kapps að halda þeirri til- finningu vakandi hjá þjóðinni, að til er betri og veglegri auður en gull, og æðra frelsi, en að þjóna fýsnum sínum. — Eg get vel skilið, að margur sé sá í kennarastöðu, sem vex í augum svo þýðingarmikið ætlunarverk, svo hátt mark, og finnist kraftar sinir ekki því vaxnir, og kostir þeir, er sér séu boðnir og sinni stétt af hálfu þjóðfélagsins, samsvari því ekki vel. En við hvern slíkan vil ég segja: „Það er satt, staða þin og starf er ekki mikils virt svona út á burt, en það má rækja það svo, að allir sem þess njóta blessi þig. Það sjást þess kannske lítil merki, sem þér hefir á unnist og þú hlýt- ur hvorki fé né frægð fyrir það, en ef þú hefir ritað „faðir vor“ í eitl barnshjarta svo að það máist þaðan ekki um ald- ur og æfi, þá er það meira vert, en þó að þú hefðir smíðað það listaverk, er borið hefði frægðarorð þitt um allan heim. Það er satt, að máttur þinn er litill, en guð er í veikum máttugur, og synjar eigi liðs þeim, er biður hann iðulega af hjarta. Og hann var eigi stór peningurinn, sem ekkjan lagði í musterisfjárhirzluna, þó leit frelsarinn á gjöfina með vel- þóknun. Og ég vil þá óska þess að endingu, að guð gefi, að með sömu augum megi hann líta á það litla, sem vér, hver um sig, leggjum fram þjóð vorri til menningar. Hann blessi störf vor allra í vetur og allra liinna mörgu og smáu viðs- vegar um þetta land, sem að hinu sama verki vinna. ótlands4ör. Eftir síra Sigtr. Guðlaugsson, Núpi í Dýrafirði. Mér var farin að hálfleiðast dvölin i Kaupmannahöfn: hitamollan var óþolandi fyrir Islending, augun stirð af ryki

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.