Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Qupperneq 11

Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Qupperneq 11
NÝTT KIRKJUBLAT). 227 og stál, aS sópa burtu handaverkum náttúrunnar. Lyngið brann, plógarnir ristu svörðinn. Svo var hann blandaður nýj- um frjóefnum og sáð framandi sæði í öskuna, svo að nú þekkist varla jörðin að vera hin sama. Eru nú stór svæði akrar og engjar, grashagar og meira eða minna þroskaður skógur. Bygðin eykst altaf; fyrst einstakir bæir, svo smá þorp og bráðum borgir. Fólkið nýtur vellíðunar í tímanlegum og andlegum efnum. Þó eru enn miklir partar óruddir, og nauð- ugt yfirgefur beitilyngið heiðarnar sínar, en býr um sig hver- vetna og gægist fram þar, sem næði er; meðfram girðingum og vegum. Þegar kom til Bregninge-Kro, þá stóð þar Gráni, stærðar Rússi, fyrir vagni, og í vágninum sat presturinn Magnús Magn- ússon með þrem smásveinum, 3 — 6 ára sonum sínum. Var ég hjartanlega velkominn i vagninn. Svo brokkaði Gráni heim til sín, og lagði dj'júgum undir sig. Heima á prests- setrinu, er þangað kom, var frú Sigfríður Magnússon og syst- ir hennar úti fyrir dyrum að taka á móti okkur og leiða í bæinn. Og er ég hafði þvegið mér og drukkið te, kom heim- ilið saman til að hlusta á biblíukafla og taka þátt i stuttri bænargerð. Svo tók preslurinn sér stund til að búa sig und- ir sunnudaginn — það var laugardagur — en eg fór að svipast betur um. Bregningesókn liggur í hverfi innan ása nokkuð hárra. Eru bæirnir víðsvegar um hverfið og byrjun til þorps á ein- um stað. Prestsetrið liggur fagurlega sunnan í ofurlítilli hæð nálægt miðju hverfinu, og gagnvart því kirkjan undir suður- ásnum. Það var áður i Omrne norður frá Bregninge. En þegar sr. M. fyrir þrem árum var hér úti á Islandi, þá brann það 2. ág„ var svo flutt, og er nú vel hýst með snotrum matjurta- og blómgarði, kostaði líka 14000 krónur. — Héi' var alt svo snoturt og aðlaðandi. Fólkið var einkar ástúðr legt. Börnin 5, þessir yndislegu smáenglar, fylgdu mér, léku við mig og hlupu i fang mér. Mér lá við að verða barn. Á þessu heimili virtist i sannleika varðveitt „eining andans í bandi friðarins". Hér var guð daglega beðinn um blessun, og húu signdi sambúðipa alla milli prests, heimilis og safnaða. Næsta dag átti samkoman i Herning að byrja. Sá bær er 3 míl. austuv frá Bregninge og hefir alt að 6000

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.