Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Side 14

Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Side 14
230 NÝTT KlRKÍtJBLAfe. Á ákveðnum tíma kom margt manna samkvæmt boði sr Götzsche, og er kveðjum var lokið, fengu allir sæti, fyltu ])ó þrjár stofur. Nú skyldi ætlað, að rætt hefði verið „um veg- inn og daginn“ — nei, sr. Götzsche kom með bibliuna, og þá tóku margir hana upp hjá sér, og las upp 1. Þess. 5, 16—21. Hófust svo umræður út af þessum greinum, eink- um um gleðina í guði. Oskaði ég i huga, að ýmsir landar mínir væri komnir, sem ég hefi heyrt finna kristindóminum það til, að hann meini eðlilega nautn gleðinnar. Það var unun að sjá og heyra, hve mikla athygli fólkið lagði við um- ræðurnar og var vel heima i bihlíunni að vitna i hana máli sinu til sönnunar. Kl. 10 var öllum borið kaífi, en að því loknu hnigu samræðurnar eins og ósjálfrátt að hinu sama, unz þeim var slitið kl. nær 11, kvatt og haldið heim. Næsta dag kl. 2 voru nokkrir prestar komnir saman hjá sr. Götzsche er ætluðu að taka þátt i samsætinu um kveldið; það átti að byrja kl. Þegar drukkið hafði verið katfi var enn tekin nokkur stund til að lesa katla úr bibliunni (1. Tím. 1, 12 —) og hafa samræður urn hana. Svo var borðaður miðdegisverður og farið til samsætisins. Sr. Götzsche stýrði því, en aðalræðuna fyrir gestunum (trúboðunum) flutti biskup Koch. Sameinaði hann vel lífsgleði og gaman í end- urminningum frá skólaárunum og innilegan kærleik og alvöru þar sem starf þeirra nú var. Trúboðarnir og ýmsir fleiri tóku til máls meðan drukkið var súkkulaði og kaffi, og eftir það var lengi haldið áfram með ræðum og söng til skiftis. Aðaleinkenni þess alls var hið sama: kærleikurinn í Jesú Kristi og lifandi áhugi á málefni gleðiboðskaparins öllu mann- kyninu til blessunar. Þar var og Islands minnst með einkar hlýjum bróðurorðum. Gerði það mér óhjákvæmilegt að reyna að þakka með örfáum orðum. Því var svarað aftur með að festa bróðernisminninguna og biðja, að Ijós kristindómsins mætti sem bezt verma eyjuna út i hafi. — Kl. að ganga 10 var samkomunni slitið og kvaðzt með ástúð. Næsta morgun 7. ág. fór eg aptur með póstinum vestur til Videbæk. Þar var sr. M. til staðar að aka með mig aft- ur heim til sin. Var ég svo hjá honum ti) sunnudagskvelds 12. ág. og naut bezta yndis. Fylgdi hann mér í ýmsar áttir um bygðina til að sjá landið, býli og háttu manna. Var þá

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.