Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Side 16
232
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
árlega stofnuð nálægt 37000 hjónabönd, en nálægt 1400 hjón slíta
þar hjúskap („skilja11) á ári. Orsakir þessara hjúskaparslita voru
árið 1904 i nálægt 300 tilfellum hjúskaparbrot af mannsins hálfu,
en í nálægt 230 tilfellum af konunnar hálfu. í>ó segir blaðið tölu
ólánsamra hjónabanda, sem þó ekki er slitið, margfalt hærri og
segirorsök þess vera sívaxandi „knæpu-“ og „klúbb“-líf húsbænd-
anna; þar drekki þeir upp það sem fjölskyldan öll eigi að lifa af,
en konan og börnin séu látin afskiftalaus heima dag eftir dag og
kveld eftir kveld.
Noregur. Á 10 ára tímabilinu 1881—1890 var alls varið til
áfengiskaupa 315,209,850 krónum eða 31’/2 miljón króna á ári.
En á 10 ára timabilinu 1891—1900 hafa þessar tölur hækkað
uppí 387,499,090 krónur eða rúmar 38 miljónir króna á ári.
Á prestaskólanum eru nú þessir stúdentar: Jöhann Briem,
Haraldur Þórarinsson, Þorsteiun Briem, Gunnar Sæmundsson,
Jóu Benedikts Jónsson, Brynjólfur Magússon, Guðbrandur Björns-
son og Þórður Oddgeirsson. Hinir tveir síðarnefndu hafa bætst
við í haust og hefir annar þeirra, Guðbrandur numið guðfræði við
háskólann tvö næstliðin ár.
Prestakall veitt. Möðruvallaklaustur veitt af ráðherra: síra
Jóni Þorsteinssyni á Skeggjastöðum. Kosning var ólögmæt.
Samciuingin, mánaðarrit hins ev.lút. kirkjuf. ísl. i Vesturheimi.
Ritstjóri: sira Jón Bjarnason i Winnepeg. Hvert númer 2 arkir.
Barnablaðið „Börnin“ er sórstök deild i „Sam.“ undir ritstjórn sira N
Steingrims Porlákssonar. Verð hór á landi kr. 2,00. Fæst hjá bók-
sala Sig. Kristjánssyni i Rvik.
Kögulegur uppruni nýja testameutisins, einstakra rita þess og
safnsins í heild sinni. Höfundur Jón Helgason, prestaskólakennari
(VII.-j-379 bls. i 8°). Verð innheft kr. 3,25. Höfuðútsala hjá bókbind-
ara Guðm. Gamalielssyni.
Biblía hins íslenzka hihlínfélags, gefin út í Reykjavík 1859, fæst
hjá skrifara fólagsins (lektor Pórhalli), innb. á 6 kr. og óbundin á 2 kr.
Bóksalar og bókbindarar, er taka i einu minst 5 eintök af óinn-
bundnum biblium, fá mjög mikinn afslátt.
Útgefendur: JÓN HELGASON og PORHALLUR BJARNARSON.
Félagsprentsmiðj an.