Nýtt kirkjublað - 20.02.1907, Blaðsíða 3
ÍSTÝTT KIRKJÚBLAÐ.
2t
hægt að tryggja sér |>að? Já, jjað er liægt. Eins og menn
geta trygt sér það. að heimilislifið verði unaðs sælt og skemti-
legt með því að láta anda Jesú Krists helga það, á sama
hátt getur sjómannalífið með öllum [>ess erfiðleikum og striti
og óþægindum orðið unaðsælt, með því að láta anda Jesn
Krists helga það og nmskapa frá rótum. Með öðrum orðum:
verði sjómannalífið kristilegt — og hví ælti það ekki að geta
orðið það, þar sem sjómannalýðurinn hjá oss er lýður kristinna
manna — verði, segi ég, sjómannalífið kristilegt, þá er
með því fengin áreiðanleg trygging fyrir því, að það verði í
alla staði bærilegt, og geti jafnvel orðið uppspretta unaðar og
ánægju fyrir sjómanniun.
Eg vil því í þetta skipti tala til yðar, sjómenn, um kristi-
legt sjÓDiaiinalít ogláta textaun, sem ég las hér upp áðan,
benda oss á hvað til þess útheimtist.
I.
Kristilegt sjómannalíf! Það er fögur hugmynd — eða
virðist þér það ekki, þú sjómaður? Jú, ég er viss um, að
þér sýnist svo, og ég er viss um, að þú vildir óska að svo yrði
um lífið á kúttaranum þinum, ef það aðeins gæti orðið. En
þar koma efasemdirnar. Þú ját.ar, að það væri æskilegt, en
þú efast um, að það sé framkvæmanlegt. Eg hefi átt tal við
sjómenn um þetta og ég þekki vel agnúana, sem margir
þeirra álíta, að séu á því í framkvæmdinni, — en þessir menn
gleyma algjörlega eða hafa ef til vill aldrei skilið hvílíkan
kraft kristindónmrinn hefir til að helga og umskapa frá rót-
um sérhvern félagsskap manna, þar sem honum er leyft að
verka með anda sínum Kristindónmrinn hefir gagnsýrt stærri
félög en skipshafnirnar eru, sem skipin okkar rúma, hafi
honum aðeins verið leyft að starfa þar og hafa áhrif á ein-
staklingana, og um það munduð þér fljótt geta sannfærst ef
þér vilduð. En til þess að þetta geti orðið, verða hin réttu
skilyrði að vera fyrir hendi.
Hvað útheimtist þá til þess, að h'fið á skipunum ykkar
geti orðið kristilegt sjómannalíf?
Heyrum hvað postulinn segir: Um fram ált íklæðist
elskunni, því að hún er hand algjörleikans, þá mun frið-
ur Krists búa i yðar hjörtum.