Nýtt kirkjublað - 20.02.1907, Side 4
28
NÝTT KIRNTtlBLAÐ.
Vér vitnm öll hvaða þýðingu |iað hefir fyrir heimilislífið,
að þar ríki kærleikur meðal heimilismannanna, að hver og
einn íklæðist elskunni og láti kærleikann vera |iað band, sem
bindur hann við aðra heimilismenn og mótar alla framkomu
hans við þá. Vér vitum öll hversu þessi kærleikans heilagi
andi verndar heimilið gegn öllum ófriði og úlfúð, öllum deil-
um og sundurlyndi, en sameinar alla heimilismenn svo sem
limi á sama líkamanum og gjörir þeim það að heilagri skyldu,
að umbera hver annan og fyrirgefa hver öðrum, að uppörva
hver annan og hjálpa hver öðrum í öllu því sem gott er og
liorfir heimilinu til heilla.
Mundi ekki eins geta orðið úti á skipunum ykkar, —
mundi þar ekki geta myndast einskonar kristilegt heimilislíf,
þar sem ríkir friður og eindrægni, hógværð og umburðarlyndi,
meðaumkvun og hjálpfýsi? A því getur enginn vafi leikið.
Til þess þarf ekki annað en að hver einstakur maður meðal
skipshafnarinnar íklæðist elskunni, sem er band algjörleikans.
Að sama skapi sem andi kærleikans fær að gagnsýra alla
skipshöfnina, að sama skapi sem hver maður á skipinu öðl-
ast skilning á því, að hann er kallaður til þess að gæta bróð-
ur síns, hjálpa Iionum og styðja hann, að sama skapi um-
myndast skipshöfnin öll í eitt kristilegt bræðrafélag. Ég veit
vel að ýmsir erfiðleikar geta orðið á slíku, þar sem eins stend-
ur á og hér, að á hvert skip safnast menn úr ýmsum áttum,
sem ef til vill liafa fæstir sést áður, eru ef til vill ólikir
að innræti og hafa fengið ólíkt uppeldi. En þessir erfiðleik-
ar eru þó ekki til annars en að yfirbuga þá, og sé það satt,
að kærleikurinn sé sterkasta aflið í heiminum, þá á hann
smámsaman að geta unnið bug á þessum erfiðleikum. Þú
mátt vera við því búinn, að þér lendi saman við menn, sem
hafa stóra bresli í fari sinu, einhverja þú galla, sem gera
það að verkum, að þú mundir hafa forðast alla umgengni
við þá í landi; en nú ertu með þeim úti á sjónum, og getur
ekki forðast umgengni við þá. Hvað er þá lil bragðs
að taka? Viljirðu vera góður kristinn sjómaður, þá
kappkostar þú nú að iklæðast elskunni. Þú minnist þess
fyrst og fremst, að þú ert ekki fullkominn sjálfur, en hefir
þína bresti og ókosli, og sjá, að sama skapi sem þú minnist
þessa, gjörir það þér auðveldara fyrir að umbera bresti bræðra