Nýtt kirkjublað - 20.12.1907, Síða 3
M'TT KIRKJUBLAÐ.
725
verða oss augljós, verðum vér að gefa honum rúm í hjört-
um vorum.
„Og vér sáum hans dýrð“, segir guðspjallarnaðurinn,
„dýrð sem hinseingetna föðursins, fulla náðar og sannleika“.
Guðspjallamaðurinn segir ekki, að jreir hafi jregar í stað
komið auga á jjessa dýrð hans, enda vitum vér, að ]>að tók
alllangan tíma fyrir lærisveinum Jesú að koma auga á jjetta.
En hitt er víst, að frá jreirri stundu er jreir höfðu gefið Jesú
rúm í hjörtum sínurn, tóku augu þeirra smámsaman að opnast
fyrir dýrð lians, ekki aðeins mannlegri dýrð, heldur einmitt dýrð
hans sem eingetins sonar föðursins.
Yér, sem kristnir erum eða viljum vera jiað meira en
að nafninu, vér þráum allir með sjálfum oss, að vér mættum
fá komið auga á dýrð guðs eingetins sonar, af jrví að vér er-
um sannfærðii um, að við jrað mundi oss vaxa djörfung trúar-
innar, svo að vér alls óhræddir gætum hættoss út á djúp hinnar
guðdómlegu náðar. Trú vor er oftast svo undur veik, efa-
semdirnar svo afaráleitnar, að oss liggur við að efast um,
að vér getum verið guðsbörn með svo óstyrka trú og svo
margvíslegar efasemdir. En þetta er misskilningur. Það að
vera guðsbarn er ekki sama sem að vera orðinn svo styrkur
í trúnni, að trúin geti borið oss gegnum alt vort líf eða svo
laus við efasemdirnar, að vér naumast þekkjum þær nema
að nafninu til, heldur er jiað að vera guðsbarn, að hafa gefið
sig guði á vald í trausli lil náðar hans þrátt fyrir vora veiku
trú og margvíslegar efasemdir. Að verða guðs barn er byrjun
nýs ásigkomulags, sem oss er ællað að þroskast í og vaxa
fyrir sífelt fullkomuari tileiukun guðs uáðar. En því full-
komnar sem vér tileinkum oss guðs náð í Jesú Kristi, því
íullkonmar sem vér gefum Jesú Kristi rúm í hjörtum vorurn,
þess betur skýrist mynd hans fyrir augum vorum í allri
sinni dýrð.
Margur maðurinn skilur þetta ekki, en heldur, að hann
verði að hafa komið auga á dýrð Jesú, hafa sannfærst um
guðdómleika hans, lil þess að geta gefið honum rúm í hjarta
sínu. Og afleiðingin verður svo, að margur maðurinn, sem
segja má um að sé nálægt guðsríki og þráir gleði, frið, j)rek
og þolinmæði guðs barna, öðlast aldrei neitt af þessu. Rétta
leiðin er einmitt gagnslæð þessu: Það að hafa komið auga