Nýtt kirkjublað - 20.12.1907, Qupperneq 7

Nýtt kirkjublað - 20.12.1907, Qupperneq 7
NÝTT KERKJTJBLAÐ. 279 um aldraða beiningamanni. Það gat ekki dulist, ab hún tal- aði af fölskvalausum, umhyggjusömum kærleika; en það var eins og orð hennar kæmu ekki við gamla manninn þar sem hann sat á bekknum þögull og eins og hugsandi um alt annað. Honum var síðan vísað til sængur í herbergi einu uppi yfir starfsherbergi Rutherfords. Lengi sat hann á rúmstokkn- um og hleraði, því að hann girntist að heyra guðsmanninn biðjast fyrir í einrúmi. Þegar prestur svo loks hafði lokið eintali sinu við guð — það var komið langt fram yfir mið- nætti, — og alt var hljótt orðið, kranp Usher sjálfur á kné og tók að biðjast fyrir. Rutherford, sem enn var að vinna að prédikun sinni, varð mjög forviða af að heyra mannamál uppi yfir sér, læddist því á tánum út og upp loftstigann og nam staðar fyrir utan dyrnar á loftherberginu, þar sem Usher hafði verið ætlaður náttstaður. Og Rutherford heyrði, að þar var beðist fyrir með hita, já eldi trúaðrar sálar. Þar var beðið fyrir konungi og yfirvöldum, fyrir öllum biskupum og prest- um, fyrir ekkjum og föðurleysingjum, öllum bágstöddum og sorgmæddum og villuráfandi, fyrir sjúkum og deyjandi — í fám orðum, Rutherford heyrði, að þar var sálnahirðir sem úthelti hjarta sínu fyrir guð. Þegar Usher hafði lokið bæn sinni, drap Rutherford á dyr hjá honum og gekk inn í herbergið. Gesturinn hafði auðsjáanlega ekki átt von á honum og starði undrandi á hann. En Rutherford mælti: „Kæri bróðir! þér eruð ekki fátækur beiningamaður eins og konan mín hefir sagt mér. Hvert er nafn yðar?“ Gesturinn beiddist þess að mega dylja nafn sitt, en þeg- ar Rutherford lagði fast að honum og sýndi honum fram á, að hann ætti sem húsráðandi heimtingu á að vita nafn þess sem hann hýsti, svaraði gesturinn: „Nafn mitt er Usher“. Þá rétti Rutherford honum sýnilega hrærður hönd sína svo mælandi: „Blessaður sé sá dagur sem leiddi yður til hí- býla minna; en nú verðið þér að fylgjast með mér til þeirra herbergja sem eg á veglegust og slíkum gesti samboðnust41. „Leyfið mér að dvelja hér“, mælti erkihiskupinn, „og lát- ið það vera maklega refsingu á mig fyrir það hvernig eg hefi þrengt mér hér inn.“

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.