Nýtt kirkjublað - 20.12.1907, Qupperneq 6

Nýtt kirkjublað - 20.12.1907, Qupperneq 6
278 NÝTT KIRKJUBLAÐ. andi safnaðaásigkomulagið, sem erkibiskupinn fekk ekki að sjá né heyra. Einhverju sinni lagði hann á þennan hátt leið sína um sóknir Rutherfords, hins ágæta, guðhrædda manns, sem með ritum sínum hefir alt til þess dags orðið svo mörgum sálum til blessunar með trúuðum vitnisburði sínum um lífið í guði. Usher hlakkaði mjög til að sjá og heyra þennan bróður sinn í drotni. Síðla laugardagskvelds drap Usher á dyr í prestsetrinu, klæddur dulargerfi sínu sem beiningamaður. Prestkonan tók vingjarnlega á móti honum, vísaði honum til sætis á bekkn- um næst ofninum og bar honum góðau kveldverð og vel úti- látinn. Rutherford helt sig á herbergi sínu, með því að laug- ardagskveld var og prestskonan stýrði húslestrinum í stað hans með börnum sínum og hjúum. Fyrst var sungið, siðan las hún kafla úr Davíðssátmum og beindi ]>ví næst spurn- ingum nokkrum að þeim er viðstaddir voru, þeim til leiðbein- ingar og skilningsauka. Siðast allra sneri bún sér að gamla manninum aðkomna á bekknum við ofninn. „Nú langar mig líka lil, mælti hún, að beina lítilli spnrn- ingu að yður, aldraði maður. Hérua í sáhninum er talað um lögmál drottins; segið mér, hvað eru mörg boðorðin i lög- málinu ?“ „Ellefu!“ svaraði beiningamaðurinn. Hún snéri sér þá að Jóhannesi litla, syni sínum, sex ára hnokka, og mælti: „Seg þ.ú okkur hvað mörg boðorðin eru“. Drengurinn var fljótur til svars: „Þau eru tíu“. Þá sneri prestkonan sér af nýju til aðkomumanns og mælli: „Hryggilegt virðist mér til þess að hugsa, hve illaþér eruð uppfræddur í guðs orði. Þér eruð þegar orðinn gamall maður og grár fyrir hærum, og vitið ekki nema drottinn kalli yður burtu liéðan áður en varir. Þér ættuð að snúa yður til guðs liið allra bráðasta og nota það sem eftir er æfiskeiðs- ins til að atliuga hvað til yðar friðar heyrir. Vitið, að þess- vegna hefir drottinn umborið yður svo lengi, að hann þráir að sjá yður verða hólpinn. Gleymið ekki yðar eilífu arfleifð, svo að hún gangi yður ekki úr greipum. I dag hafið þér heyrt hans raust, ó, forherðið ekki hjarta yðar.“ Með svofeldum orðum reyndi hún að tala um fyrir hin-

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.