Nýtt kirkjublað - 20.12.1907, Side 12
284
NÝTT KIRKJUBLaÐ
Það er ófrelsisskoðunin, sem forsetar vestur íslenzka kirkju-
félagsins afneituðu á kirkjuþingi á Mountain 1888. Það er
frelsishugsjónin, sem þeir játuðu. Það var milul játning og
merkileg — einhver sú mikilvægasta, sem nokkur maðurget-
ur komið með, ef hugur fylgir máli. Ég ætla ekkert að
dæma um það, hvernig við þá játning hefir verið og er staðið.
Úr því getið þið sjálf skorið. Ég er ekki að tala um andlegt
ástand með Vestur-Islendingum. En hins vildi ég láta getið,
að á íslandi hefir frelsisskoðunin á sannleikanum náð sér
svo niðri, að mér er mikil ánægja að hugsa um það og bera
vitni um það.
Því miður get ég ekki fært allar þær sannanir fyrir mínu
máli í því efni, sem ég vildi. En það liggur í hlutarins eðli.
Ég hefi kynst mjög mörgum af gáfuðustu prestum og guð-
fræðingunú landsins. Fæstir þeirra birta hugsanir sínar á
prenti. Fyrir því er ekki að því hlaupið að sanna þær. En föst
sannfæring mín er sú, eftir þessa viðkynning, að þeir prestar
og guðfræðingar á íslandi séu undantekning, sem ekki hallast,
meira og minna ákveðið, eftir því hvað þeir hafi mikið eða
lítið um málið hugsað, að frelsisskoðuninni á sannleikanum,
eins og ég hefi gert grein fyrir henni. Undantekningar eru
til í hópi þeirra manna, sem hallast að heimtrúboðinu. En
ég hefi ekki orðið þeirra var annarstaðar. Af leikmönnum
okkar er það að segja, að við höfum enn ekki átt við þannó fögn-
uð að búa, að þeir hafi orðið ljósfælnari og þröngsýnni í trú-
málum en prestarnir. Það kann að verða, þegar heimatrú-
hoðsinu hefir vaxið fiskur um hrygg. Að því er vitanlega
stefnt. I því skyni eru þessir trúboðar sendir á okbur fyrir
danskt fé. En þess virðist munu verða nokkuð langt að bíða,
að þeir leggi undir sig landið. Enn hafa þeir ekki unnið
bug á skynsemi og frelsisþrá Islendinga. Þeir kunna að gera
það, þegar þeir hafa fengið húsið, sem Vestur-íslendingar
ætla að reisa þeim. En mikið má það samt vera, ef ekki
stendur á neinu öðru en húsinu því.
En hvað sem um það er, og hvað sem verða kann. er
það úreiðanlegt, að frelsisskoðunin á sannleikanum er rík i
hugum manna á Islandi nú. Frelsishreyfingarnar í andlegum
efnum eru miklu ríkari en séð verður nokkurstaðar á prenti,
eða með nokknrum hætti, öðrum en þeim að tala við fólkið.
Þetta vita allir, sem kunnugir eru á Islandi.
Útgefendur: JÓN HELQASON og ÞORHALLUR BJARNARSON.
EólagsprentamiQj an.