Nýtt kirkjublað - 20.12.1907, Side 8

Nýtt kirkjublað - 20.12.1907, Side 8
280 NÝTT^KIRKJUBLAÐ _____________ Eftir nokkra umhugsun mælti Rutherford: „Aðrar bætur hefi eg ætlað yður af hendi að inna fyrir það tiltæki yðar. Þér eigið að fara í stólinn fyrir mig á morgun og prédika fyrir söfnuði mínum. Eg skal færa yður svörtu fötin mín, og kon- unni minni segi ég, að beiningamaðurinn gamli hafi horfið burt í nótt, en í stað hans sé kominn kær embættisbróður, sem ætli að prédika fyrir mig? Sunnudagurinn rann upp, og er klukkur kölluðu til tíða gekk Rutherford ásamt hinum ókunna embættishróður inn í skrúðhúsið. Prestkonan sat í perstkonustólnum ásamt börn- um sínum og hjúum — andspænis prédikunarstólnum. Aðkomupresturinn steig í stól og flutti trúheita bæn. Síðan byrjaði hann prédikun sína og talaði í inngangi henn- ar um lögmálið og boðorðin tiu. En í lok inngangsins segir hann: „En vér kristnir menn, börn hins nýja sáttmála, þekkj- um enn þá eitt boðorð, hið ellefta, og um það vil eg með guðs hjálp tala við yður í dag. Tók hann þá ritninguna og las upphátt fyrir tilheyrendum sinum „ellefta boðorðið“, eins og það er orðið í 13. kapítula Jóhannesar guðspjalls, 34. versi: „Nýtt boðorð gef eg yður, að þér elskið hver annan, eins og eg hefi elskað yður“. Og síðan prédikaði hann með krafti og myndúgleika um kærleika Krists til vor, og um kærleika vorn til bræðranna. En prestkonan starði forviða á prédik- unarstólinn og prédikarann, og gat ekki varist þess að finn- ast presturinn alveg merkilega svipaður beiningamanninum frá deginum áður. Að lokinni guðsþjónustu gekk Usher til prestskonunnar, rétti henni hönd sína og mælti: „Kæra systir í drotni! Þér hafið í gær í verkinu sýnt mér ellefta boðorðið og breytt eftir því gagnvart mér, og svo mikil hressingsem mér var aðhinum tímanlega viðurgjörningi, hefir þó hin andlega fæða, sem þér veittuð mér — kærleikurinn, sem þér sýnduð mér með umönnun yðar fyrir sálu minni, hrest mig ennþá betur. Pré- dikunin, sem þér hélduð yfir mér í gær, skal mér vissulega aldrei úr minni líða“. — — — „Sagan um ellefta boðorðið er lagleg saga“, segir From- mel að síðustu, „ánægjuleg og lærdómsrík hugvekja fyrir alla biskupa og alla presta, lika til heiðurs fyrir guðhræddar prestskonur sem hafa gott orð að mæla á réttum stað, og

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.