Nýtt kirkjublað - 20.12.1907, Side 10
282_____________J^T^T-RltrTn^^
huga mannanna, ]>aö fi'clsi hlýtur ab skapa sannleiksþrá, og
það hlýtur að ryðja brautina fyrir anda umburðarlyndisins,
og þar af leiðandi fyrir anda kœrleikans.
„Skilyrði þess, að nokkur árangur verði af rannsóknum,
er auðvitað órjúfandi trúmenska við sannleikann, trúmensku
sem hvorki lætur fælast af neinni innri baráttu, né af bar-
áttu við neitt vald utan við manninn . . .“
„Og einmitt af því, að menn eru að leita sannleikans,
kemur umburðarlyndið við aðra leitendur eins og af sjálfu
sér, hvenær sem ekki er unt að svara með fullgildum sðnn-
unum“.
Þið sjáið, að þetta íhaldsrit trúmálanna heldur fram ná-
kvæmlega hinu sama sem eg í þessu efni- Það heldur þessu
fram af því að það er frjálslynt, þó að það sé íhaldssamt —
sem ágætlega vel getur farið saman. Og hver sem athugar
andlegt lif veraldarinnar um þessar mundir, hann kemst að
raun um, að þetta er framar öllu öðru annaðhvort mergur-
inn málsins i því, sem írjálslyndir menn i öllum löndum eru
að segja, eða undirstaða þess, sem þeir eru að segja.
„Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfann þig“. Það
var annað af hinum miklu aðalboðorðum. Eg hefi bent
ykkur á, að þessi grundvallarskoðun á sannleikanum stefnir
þangað. En fyrsta boðorðið var þetta: „Elska skaltu drott-
inn guð þinn af öllu þínu hjarta“. Frelsisskoðunin á sann-
leikanum stefnir líka þangað, skapar skilyrði fyrir kærleikan-
um til guðs, sem mjög er hæpið að fáist annan veg, þó að
mér komi ekki til hugar að fullyrða, að það geti ekki kom-
ið fyrir. Sannleikurinn er sá, að geti menn ekki samþýtt
guðshugmynd sína öðruni atriðum hugsanalífsins, verði guðs-
hugmyndin annaðhvort utanveltu við eða andvíg öðrnm æðstu
hugsjónum mannsandans, þá liggur í.augum uppi, að mönn-
unnm er með öllu ókleift að elska guð. Og því ríkara sem
sálarlífið er, því meiri fylling sem er í skynseminni, tilfinn-
ingunum og viljanum, því ókleifara verður mauniuum að
samþýða guðshugmyndina öðrum hugsjónum síuum annan
veg en þann, að hann sé algerlega frjáls í ályktunum sinum.
Vauti það frelsi, kemur sundrung i hugsanalifið sjálft, og þá
er maðurinn orðinn að ógæfumanni. Og ]iað er einmitt þessi
voðalegi klofningur, þessi sundurlæting hugsanalifsins, sem