Nýtt kirkjublað - 20.12.1907, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 20.12.1907, Blaðsíða 4
2? 6 NÝTT KIRKJUBLAÍ). á dýrS guðs sonar og sannfærst um guðdómleika hans er ekki skilyrði fyrir því að geta gefið honuin rúm í hjarta sínu — en það að gefa Jesú rúm i hjarta sinu er aftur einkaskilyrðið fyrir því að vér nokkru sinni fáum til fulls komið auga á dýrð liaus. Því að gefa Jesú rúm i hjarta sínu það er að gefa þar rúm kærleika hans. En hver sem meðtekur kærleika hans, og lifir í honum hann hlýtur sriiám- saman að koma auga á dýrð hans, dýrð sem hins eingetna föðursins. Gefum því Jesú rúm í hjörtum vorum nú á fæðingar- hátíð hans. „Sjá, hann stendur við hurðina og drepur á dyr“. Fögur er jörðin. (Eftir B. S. Ingemaun). Fögur er jörðin, fagur himin-ljómi, fögur sálnanna sigurleið. Friðkeypta hjörðin fagnandirónri til Paradísar skundar skeið. Tímarnir líða, tímar nýir hefjast, aldrei mun þó um árin löng guðsríkis bh'ða gleðilag kefjast við himinfara sigursöng. Hirðum, er hjörðu héldu náttvörð yfir, óð þann fyrst kendi englaher: „Friður á jörðu! fagni’ alt, sem lifir, sjá, frelsari’ heimsins fæddur er!“ (H. H. þýddi). L

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.