Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Blaðsíða 8
4 NÝTT KIRKJTTBLAÉ) presti og þýzkri kenslukonu. Með þeirri aðferð hefi ég getað vakið interesse [eftirtekt og áhuga] hjá börnunuin, en reynsl- an er svo ónóg, að ég get ekki sagt, hve mikið má leggja upp úr því. Munnleg frásaga er það úr biblíunni, en frásögurnar eru, eins og þær koma fyrir í ritningunni, mjög lagaðar í hendi, og reynt að setja þær fram í því formi, sem er við hæfi barn- anna. En þá er vandinn að misbjóða ekki hinum gefna texta, skilja andann, þekkja kringumstæðurnar — þekkja og skilja trúarbragða hugmyndir Gyðinga, eins og þær koma i ljós á hinum ýmsu tímum, sem frásögur og bækur ritningarinnar fjalla um. — En er það ekki ofællun fyrir prestana? — Eg finn bezt sjálfur til þess, hve afarmikill vandi þftð er, og hve mikil ábyrgð hvílir þar á prestunum, eða kristindómsfræðar- anum, að segja rétt frá, og láta það koma skýrast í ljós í frásögninni, sem snertir trúarlíf barnanna, svo að frásagan verði þeim ekki einungis minnisstæð, heldur líka til kristilegr- ar uppbyggingar. I skólunum þar sem lengra er komið, t. d. i mentaskólan- um, ætti i stað biblíusagna, held ég, að koma ágrip af sögu Gyðinga, auðvitað með sérstöku tilliti til trúarbragðanna. — Sú saga gæti h'ka verið mikill stuðningur við kristindóms- kenslu barna. Eg hefi ekki rnikla trú á biblíusögukenslunni eins og hún hefir verið hingað til, öllu grautað saman, skyldu og óskyldu, og alt framsett gagnrýnislaust. Þviendaslept sem rnesta þýðingu hefir i Gamla testamentinu að fá einhverja hugmynd um, en það eru spámennirnir og starfsemi þeirra. — Stærstu og þýðingarmestu hreyfingarnar, eins og t. d. apokalýptíkina*, hafa menn aldrei heyrt nefndar á nafn, auk heldur að rnenn viti, hverja Jiýðingu sú hreyíing hefir haft fyrir kristindóminn. Minna af dogmatík, [trúfræði] meira af sógu! Það finst mér vera framtíðarkrafan .... * Opinberanir, vitranir, gulluldar-draumar.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.