Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Blaðsíða 13

Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Blaðsíða 13
NÝTT KIRKJTJBLAÐ 9 Það hefir raátt nokkuð lesa þá úr „MöðruvellingaDa11 á mannfund- um. Eg hefi eigin sjón og raun af málfundum hænda víðsvegar um land. Hjaltalín var sá maður annar á Akureyri, sem eg átti mest tal við sumarið 1904. Og oítast töluðum við þá eiumitt um skóla- mál. Það var sumarið eftir „óstandið“ í lærða skólanum. Nú er það iiðin saga, sem um má tala, tii rétts skilniugs og dæmis. Orðið „óstjórn11 var þá á margra vörum og dómarnir voru eigi allir hóflegir og sanngjarnir. „Ofstjórn" var það fremur, og þar sem þar var allra „óenskast“ var réttarhaldið. Eg sampindist mínum sveinum, og mundi svo mikið eigin æsku, að þeir vissu fullan samhug minn, að brottrekstur væri stórum bætanlegri eu að brjóta skólapilta drengskapinn. Þegar eg fyrir 2 árum þýddi hér i blaðinu ágæta ritgerð um enska skólalífið, þá var altaf í huga mér samtalið við Hjaltalin. Það voru hans kenningar, og óefað bka að mörgu leyti hans gjörðir, sem þar var verið að lýsa, en í flestu öfugt við aldarfaiið í lærða skólanum fyr og síðar. Því nær Stefán skólameistari í lýsingu sinni, að Hjaltalín hafi viljað um fram alt þroska sveinana, og það með því að láta þá hafa sem mest frelsi og finna til eigiu ábyrgðar. Og Hjaltalín heyrði ekki og sá ekki meira en hann kærði sig um að sjá og heyra. Og í sambandi við það man eg — til gamans — hvernig hann sagðist hafa farið með einstaka misindispilta, sem slæðst höfðu á skólann, og drengskaparlundin þróaðist eigi hjá, þótt þeim væri treyst til hins bezta: Jú. - Hjaltalín sagðist fátt hafi við slíkan talað um vetur- inn. En í skólalokin hafi hann tekið piltinn fyiir einslega, og lesið svo hart yfir honum og hótað honum svo illu, að það hafi rétt altaf dugað. Náunginn kom eigi aftur á skólann. lannsókn ritningarinnar og trúarlærdómanna. Brot úr ræðu eftir síra Klaveness. Öldin þessi sem uppi er núna kannast yfirleitt við það, aS vísindin eigi heimtingu á að rannsaka alt, og þá rannsókn megi eigi hefta. Og menn treysta þessum rannsóknum, ef til vill á stundum helzt til mikið, Alloft gleymist ntönnum

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.