Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Qupperneq 3

Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Qupperneq 3
fcrÝTT EIRK.TUBLAÐ undan var, fyrir riálægum sfnámunum, og fylgdu ]>ví fastara fram, ]>ví sem ]>eim þótti sannast og réttast, sem fleiri stóðu í móti. En aldrei brugðust þeir ]>jóð sinni á tíma neyðarinn- ar, heldnr geugu berskjaldaðir fram í forvígi ]>egar kallið kom. Þeir voru fyrirmyridir þess flokks, sem orðinn er svo ómiss- andi á vorum dögum: Menn sem ekki láta dagleg umsvif drekkja sér né fara í felur, heldur sjá tímanna teikn eins og ofan úr varðturni, sjá hvað lil þjóðar sinnar friðar heyrir, segja henni til í tíma, og leggja róðin á að bæta úr brestunum. Endurfundur fornu spámannanna er ein höfuðnýmæli í kristninni. Hvar sem maður með spámannsanda eða andagift kemur fram, tekur kennimenskan sinnaskifti. Hirðirinn verður ekki lengur prestur til að fremja tíðir og halda uppi ákveðinni rétttfúan, heldur verður hann nýr siðameistari og nýr bfgjafi, sá er kveikir nýtt innra líf, kennari nýrrar félagsbreytni, skör- ungur til framkvæmda og þó sæltir manna. Hvergi á jörð- iririi finnur veröldin betra ráð til að gera kristnina dýrðlega en það, ef hún gæti steypt presta og kennimenn í móti eða formi hinna fornu spámanna! En svo vér snúum oss að binu sérstaka, sem einkendi spámennina og starf þeirra, skal taka fram andróður þeirra gegn trú manna, að friðþægja mætti fyrir syndir með blótum eða fórnum, svo og þeirri skoðun, að guðdómurinn hefði sér- staka velþóknun á tíðaþjónuslu og helgisiðum. Flettum upp bókunum eftir þá Amos, Jesaja, Mífea og Jeremía. Athugum áður messufóru rómversku kirkjunnar! Hlustum á ræðursumra „rétttrúaðra" mótmælenda um friðþæg- inguna! Förum úr kirkju í kirkju, og þá mun oss verða að hrópa upp yfir oss og segja (ef vér hugsum til spámannanna): „En hvað þessir spómenn hafa rétt að mæla enn í dag: Hlýðni er betri en fórn, gaumgæfni betri en feiti lirút- anna. (1. Sam. 15, 22.) Ég liata, eg fyrirlít hátíðir yðar, og hefi enga unun af hátíðasamkomum yðar. Þótt þér fœrið mér brenni- fórnir, þá hefi ég enga velþóknun á fórnargjöfum yðar, eg lít ekki við heillafórnum af alikálfum yðar. Lát held- ur réttinn vella fram sem vatn, og réttlœtið sem sírenn- andi lœk. (Amos 5, 21—22 og 24). Á miskunnsemi hefi ég þóknun, en ekki á sláturfórn

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.