Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Blaðsíða 4
ÍSTÝTT ElRKJUBLAé ÍÖÓ og á guðsþekking fremur en á brennifórnum. (Hósea6,6). Iívað heimtar Jahve annað af þér, en að gera rétt, ástunda kœrleika og fram ganga i lítillœti fyrir guði þínum? (Míka 6,8). Hvað skulu mér yðar mörgu sláturfórnir ? segir Jahve. Berið eigi lengur fram fánýtar matfórnir; þœr eru mér andstyggilegur fórnarreykur. Þvoið yður, hreinsið yður, takið ilskubreytni yðar i burt frá augum mínum, látið af að gjöra ilt. Lærið gott að gjöra, leitið þess sem rétt er; hjálpið þeim sem fyrir ofriki verður, rekið réttar hins munaðarlausa og verjið málefni ekkjunnar. (Jes- aja í, 11 og 13 og 16—17). Eg hefi ekkert talað til feðra yðar né boðið þeim nokk- uð, þá er ég Ieiddi þá burt af Egiptalandi, um brennifórnir og sláturfórnir, en þetta hefi ég boðið þeim; Hlýðið minni raustu, þá skal ég vera yðar guð og þér skuluð vera mín þjóð. (Jeremía 7, 22—23). Þú liefir ekki þóknun á sláturfórnum — annars mundi ég láta þœr i té — og að brennifórnum er þér ekkert yndi. Guði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi, sundurmarið og sundurkramið hjarta, munt þú, ó guð, eigi fyrirlíta. (Sálm. 51, 18—19). Þessi og þvílík vers setja oss á þá sjónarhæð, þaðan sem allar deilur um tíðaþjónustu og friðþægingarlærdóma eða messu- fórn sýnast hégómi. Þeir menn, sem deila um slíka hluti, fylgja í rauninni enn þá eldri hugsunarhætti, en hinna fornu spámanna, er uppi voru fyrir 2500 árum eða meir. (Niðurl.) M. J. m alþýðumentun. Þó ég setji fram nokkur orð um alþýðumentun hjá oss verður það lítið annað en ítrekun þess, sem ég hefi áður sagt um það mál. En ítrekun þarf ekki að vera einskis virði.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.