Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Side 6
102
NÝTT KIRKJUBLAÐ ^ _
hugun Hví mun ekki sama verða ofaná er námskröfur
hækka ?
Kenslan kann að verða betri. En preyta barnanna eykst
lika við aúknar kröfur.
Setjum samt ;að hið litla brot, sem heldur námi sínu við
og æfir |mð, stœkki nokkud.
Hvað hefir orðið uiii þetta litla brot hingað til?
Það hafa verið bókhneigðustu unglingarnir, sem æft hafa
nám sitt áfram. Þeir hafa nær því undantekningarlaust skil-
ið sig frá alþýðunni og komið sér í einhverja þá stiiðu, sem
laus er við framleiðslustörf.
Og það munu þeir gjöra þó þeir verði dálítið fleiri, svo
lengi sem þeir eru undantekningarnarj
Og hversvegna?
Hér kem ég að síðara atriðinu. sem vonleysi mitt bygg-
ist á.
Lögin taka einungis tillit til frœðslu barnanna, en gera
enga ráðstöfnn til þess, að menta hugsunarháttinn, það er
þó önnur hliðin á sannri mentun og engu minna áríðandi
en hin.
Hefði hið litla brot fengið mentaðan hugsunarhátt, þá
hefði það ekki skilið sig frá alþýðunni, heldur skipað sér í
brjóst fylkingar hjá henni.
Þvi mentaður hugsunarháttur hefir meðal annars góðs,
frjálsa sjálfsafneitun í för með sér. En af henni sprettur
göfugtyndi.
Og göfuglyndið vill verða sem flestum að sem mestu liði.
Það dregur sig ekki í hlé.
Það er ef lil vill fátt, sern er meira áríðandi fyrir lífið,
en að læra í tæka tíð ]>á list, að hunna að afneita sjálfurn
sér
Hér er verkefni: Barnauppeldið hjá oss er koniið út á
athugaverða braut: Það er forðast að kenna börnitm sjálfs-
afneitun!
Afleiðingai’nar. eru glöggvar:
Að læra aldrei að þola neitt, veldur lífsleiða og tauga-
veiklun í ýmsnm myndum.
Að læra aldrei að elska með virðingu og án eigingirni,
veldur ræktarleysi við foreldra og æskustöðvar.