Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Blaðsíða 11

Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Blaðsíða 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ 107 fjfpurning frd leikmanni. Getur maður ekki vænzt að frjálslyndið í ytra fyrirkomu- lagi gangi bráðum svo langt, að fara megi að koma kirkjun- um, guðshúsunum, fyrir á hagkvæman hátt, svo að nota megi sama húsið til guðsþjónustu, barnakenslu og ýmsra fundar- halda ? „Kirkjan" gæti þá verið salur í eða við annað hús, ef svo þætti henta, alveg eins og „kirkjan11 í Laugarnesi. „Kirkj- an“ gæti þá orðið eins og „almennilegt“ hús, vistlegt, þótt frost og fjúk væri úti. Þó að presturinn þætti heyrandi, sem betur fer að er víða, þá gera kirkjurnar nú alla kirkjusókn ómögulega. Því síðan til komu timbur-hjallar, hitalausir, i stað torfkirknanna, og síðan farið var að „setja á“ öll börn, og fólkið um leið orðið veiklaðra, þá er það banatilræði við sjálfan sig, að sitja i kirkju á köldum vetrardögum. Og allir sjá, hvílíkt ráðleysi það er í byggingarefna-snauðu íandi, og fátæku að mörgu, að byggja hús til þess að standa auð alt árið að kalla, fúnandi niður arðlaus, og fjúkandi, ef vind hreyfir. Kirkjan hér í sveit er ein með þeini myndarlegri — í sjón. En hýst gæti eg flesta messudaga söfnuðinn þar í mínu liúsi, og lálið honum líða betur, án þess að þrengja rieitt að mínu íólki. Og eg skil aldrei að áhrif orðanna tapi sér við það, að þau eru heyrð í „almennilegu“ húsi. Úrelt kenning er það, að kirkjuhúsið megi ekki nota til annars en messu o. þ. h. Guðsþjónusta á alt líf manna að vera, og þeir sjálfir ,,guðsmusteri.“ Og alt siðsamlegt og gott framferði er guðsþjónusta fyrir sig. Og frá því sjónarmiði get eg eigi séð neitt á móti þvi, að ýmislegt af því sem kall- að er veraldlegt, se.m er gott og siðsamlegt, megi öðrum þræði eiga sér stað í ku'kjuliúsinu. Mér finst þelta vera svo samkvæml andanum i N. Kbl., Það er gömul skoðun niín að samrýma beri sem flest not á samkomuhúsum safnaðanna. Þá þætti mönnum vænna um þau, og menn sýndu þeim meiri tóma. B. B.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.