Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Side 14

Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Side 14
ilö NÝTT KIRKJUBLÁf) vera má, að rnargur vilji tileiuka sér og taka undir. Og auk þess mjög vel ort á þeirri tíð, sem það er til orðið á, og af ómeDtaðri konu í sporum og kjörum höfundarÍDS. 20/n ’08. Ó. V. Sameiningin. Vinur minn og bróðir, síra Jón Bjarnason, mæiir margt orð í garð vor austanmanna, lil andmæla og áfellis, sem oss finst þá sumt af oflitlum skilningi talað. N. Kbl. á eitthvað í flestum blöðum Sam., og eiga vil eg gjarna orðastað við síra Jón, virði liann og elska meðan iifi, þó að stundum renni mér i skap við liann. Ljúfast er mér að láta skoðanir og kenningar koma fram eðlilega ósjálfrátt í öllum tillögum og afskiftum hins iifaða lífs, og tel svo þýð- jngarlítið að leggja þær á vogarskálir orðastælunnar. Lýsi þeim hver og skýri þær, skoðanirnar, frá sinu sjónarmiði, og njóti svo hver af sem notið fær. Rétt kann þó að vera i viðlögum, að leggja út í beina sókn og vörn þrætumálanna, þó eigi væiá annars vegna en fyrir kurteisis sakir við einstaka mætismenn. Að þessu sinni vildi eg að eins segja eitt vinar og varn- aðarorð til síra Jóns, sem eg taia ekki einungis i mínu nafni, heldur í nafni rétt allra islenskra presta og hinnar íslenzku kristni hér heima. Oss finst það og skilst af Sam., að það muni ef til vill vera í aðsígi, að hrinda burt úr kirkjufélaginu þeim manni, sem vér teljum annan mesta yfirburðarmanninn þar, og hefir nú mestan samhug vorn allra ritandi manna fyrir vestan haf. Oss er svo alveg óskiljanlegt, að sakir séu nokkr- ar til þess. Hans sjálfs vegna mæli eg þetta ekki. Hans veg- ur rnundi vaxa við það. En mér finst afleiðingin hlyti að vei’ða sú, að kirkjufélagið vestra klofnaði í tvent og stórveikl- aðist, að fjöldi af íslenzku fólki vestra yrði fyrir utan kirkju- legan félagsskap, að minsta kosti íslenskan, og þar væri þjóðerninu þá enn miklu hættara. Og hér heima mundi það vekja almennan harm og óhug. Þessum vinarorðum beini eg einmitt til síra Jóns, af því eg veit, hve mikið hann má sín. Egbið síra Jón í nalni 20 ára bróðurlegrar vináttu og enn lengri kynningar, og í nafni fornvina hans hér heima að taka

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.