Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Page 3

Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Page 3
NÝTT KIUK.TUBLÁÐ 75 Það sem fyrst er áriðandi að gera sér ljóst er það: að Jahve er eiginnafn eða sérnafn (nomen proprium), en ekki samnafn (nomen appellativum). Fyrir því á alls ekki að þýða það, heldur láta það haldast óbi'eytt. Það er ekki meiri ástæða til að þýða það heldar en Abraham eða Isak eða Jakob eða Davið. Upphaflega hefir verið einhver ákveðin merking i því nafni, eins og öllum sérnöfnum. Svo er og um hin nöfnin. Jakob merkir t. d. hælhaldari, eftir því sem ritningin skýrir sjálf frá. Merking orðsins Jahve vita menn nú þvi miður ekki hver hefir verið. Hún er gleymd. Helzt halda menn að það þýði: hinn verandi (sbr. 2 Mós. 3, 14). En aldrei hefir það átt að þýða drottinn, eins og þeir virð- ast sumir halda, er um þetta mál hafa ritað í Frækorn og Bjarma. Ég skal tilfæra hér nokkur orð úr Frækornum, til þess að sýna misskilninginn. Blaðinu farast svo orð: „Annars er það að segja um nýju biblíuna, að hún alls ekki er samkvæm sjálfri sjer. í gamla testamentinu eru tvö orð, sem tákna guð: Annað er orðið Elóliím, sem þýtt heíir verið guð, en hitt Jahve, sem þýtt hefir verið: drottinn. — Ef nú orðið drottinn ekki dugar á íslenzku fyrir hebreska orðið Jahve, þá ætti orðið guð heldur ekki að duga fyrir hebr- eska orðið Elóhím“. Hér stafar allur inisskilningurinn af því, að ritstjóri Fræ- korna hefir ekki vitað að hebreska orðið elóhim er ekki sér- nafn, og þýðir beinlínis guð. Fyrir því er svo oft þannig að orði komist í g. t.: Jahve, guð Israels (Jahve, elóhím ísraels). Astæðan til þess, að drottinn komst inn í stað Jahve- nafnsins, er alt önnur en sú, sem ritstjóri Frækorna heldur. Hann ímyndar sér, að drottinn sé þýðing á Jahve. En svo er eigi. Þótt alment hafi verið um margar aldir að nota orðið drottinn í stað Jahve i flestum biblíuþýðingum, þá hefir biblíuþýðendunum ekki til hugar komið að Jahve þýddi drottinn. Upphaflega rituðu Hebrear aðeins samhljóðendurna i rit- máli sinu, en höfðu enga stafi til að tákna raddhljóðin. Þá var heiti guðs þeirra ritað svo: Jhvh. Samhljóðenda-skrift- in hélzt þangað til um 600 e. Kr. Þá tóku ritfræðingar með- al Gyðinga, þeir er höfðu það hlutverk með höndum að varð-

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.