Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Side 7

Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Side 7
NÝTT KIRKJUBLAÐ 79 reynt að gera úr því á íslenzku: Herrann Drottinn. En það er i meira lagi vandræðalegt. (Niðurlag næst). H. N. Jnjóflóðin vestra. Nú um páskaleytið lesum vér um útför þeirra 18 manna, er urðu fyrjr snjóflóðinu í Hnífsdal. 011 voru líkin lögð í eina gröf, og töluðu yfir þeir síra Þorvaldur prófastur Jónsson og væntanlegur prestur hér í bæ, skólastjóri Bjarni Jónsson, en þeir Guðmundur Guðmundsson og Lárus Thorarensen höfðu kveðið útfararljóð, sem sungin voru. Og nú um ])áskaleytið minnumst vér og manntjónsins mikla hér við Faxaflóa fyrir 4 árum. Urðu þá og daprir hátiðis- dagar fyrir mörgum. Um snjóflóðið í Skálavík ritar síra Þorvaldur prófastur mér 21. f. m.: Um fyrri helgi jarðaði ég þessi 4 lík, sem fórust í snjó- flóðinu i Skálavík; voru þar 2 bæir, sem urðu fyrir snjóflóð- inu I öðrum þeirra voru gömul hjón, og ekki annað fólk; dóu þau bæði, og var auðséð að þau höfðu dáið undireins, hann hafði verið háttaður og lá á hliðina, með hönd undir kínn, eins og ekkert hefði i skorist. í hinum bænum voru hjón með 5 börn þeirra og ekki annað fólk. Maðurinn hafði séð út um gluggann til skriðunnar, og ætlaði út; komst út fyrir baðstofudyrnar, svo vissi konan ekki meira um hann. Eitt barnið hennar var háttað í rúmi, þegar skriðan kom, og það dó, en konan sat á öðru rúmi með hin börnin 4, og það hlífði þeim að þar stóð sterkur skápur, sem ekki brotnaði. Og þarna i þessu litla skoti var konan fulla 40 tíma með 4 börnin; elzta 10 ára, yngsta á brjóstinu. 1 Skálavik voru 10—12 menn, karlmenn fullorðnir, fóru þeir að grafa niður í snjóinn, en hættu fljótt aftur. Bæði var það, að veðrið var fjarska slæmt, og svo voru þeir svo hræddir um sig og sín heimili, enda hafa þeir eflaust verið vonlausir um, að nokkurt fólk væri ineð lífi undir öllum þess- um snjó. Börnin heyrðu að verið var að grafa, en móðir

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.