Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Síða 9

Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Síða 9
NtTT KIRKJUBLAÐ. 81 fœddur að Kirkjuvogi í Höfnum 24. nóvember 1850, og prest- vígðist 1875 og varð þá aðstoðarprestur hjá móðurbróður sínum síra Sigurði Sivertsen á Utskálum. Síra Sigurður sagði lausu embættinu 1886, og bjó séra Brynjólfur þá áfram á föðurleifð sinni í Höfnunum og fékk fyrst embætti 1894, er honum var veittur Staður í Grindavík. En þau árin hafði hann á hendi prestsþjónustu í bili í lausum prestaköllum. Séra Brynjólfur heitinn var því enn í yngsta flokki þjónandi presta, þótt prestsvígslutíminn væri kominn þetta á 4. tuginn. Kona síra Brynjólfs var Helga Ketilsdóttir frá Kotvogi i Höfnum, og lifir hún mann sinn, og tvö börn þeirra af þrem- ur uppkomnum. Séra Brynjólfur heitinn var hæglátur og hófsmaður um alt, grandvar og skyldurækinn. Hann bjó myndarbúi á Stað við allgóð efni, og var þar hið fegursta heimili. Honum ent- ist líf og heilsa að koma upp hinni nýju vönduðu kirkju á Járngerðarstöðum, sem söfnuðurinn tók svo við, en eigi sá hann það hús. Þess óskaði hann sérstaklega í legunni, að fá þá heilsubót að hann gæti kvatt gömlu kirkjuna á Stað frá prédikunarstól, en nú varð kveðjan með þeim hætti að hann var í hana borinn, og aðrir urðu fyrir hann að mæla. Jarðarförin fór fram 15. f. m., og jarðsöng séra Jens prófast- ur, en þeir töluðu þar og séra Árni á Kálfatjörn og séra Kristinn á Útskálum. Sóknarmönnum var einkar vel við séra Brynjólf og fjölmentu mjög við útförina og eins vinir og ætt- ingjar úr Höfnunum. Ölluni sem kynni tiöfðu af séra Brynjólfi var hlýtt til hans. Hann var stakasta valmenni og Ijúfmenni. IdskaYcrs. Gakk þú Jesú grafar til, gleðisól þar skín í heiði, sjáðu heilagt sjónarspil: situr engill hans á leiði. Sigurraust frá himnum hljómar: hér eru meir en sjónir tómar!

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.