Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Page 16

Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Page 16
88 NÝTT KIRKJUBLAÐ Já, sannarlega er hann upprisinn oss til lífs og sálu- hjálpar. Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir drottin vorn Jesúm Krist. Amen. Skáldsagan Ben Húr verður alveg ný bók í þýðingu séra Jóns Bjarnasonar i „Sam.“ Við áttum ekki nema ágrip af sögunni, beinagrind- ina, en nú fær hún hold og blóð, og eigi er ofsagt hjá þýð- andanum að skáldskapurinn í frumritiuu hverfi að miklu leyti í ágripinu. Ut hefir nú komið í Winnipeg 1909 upphafsþátturinn og er jafnframt sem sérstök bók, og heitir „Fyrstu Jól“. Stenzt sú bók á við inngangskapítulann i ágripinu að efnisyfirferð, en er fimm sinnum lengri. Það hlýtur að taka þó nokkur ár að koma þessari miklu skáldsögu út í „Sam.“, en þá er líka fengin ágæt bók, og hefir efniskostum hennar áður verið lýst hér í blaðinu, en svo bætist við hin alveg meistaralega þýðing séra Jóns. Séra Jón ritar mér, hvaða yndi sér sé að eiga við þýð- inguna og hann hafi allan 'vilja að vanda hana sem bezt, „og ég lít svo á að með því verki þjóni ég drottni mínum“, bætir hann við, því að „vesalings þjóðin þarf á margfalt betri skáld- sagnafæðu að halda, og þarf úrval þess bezta þess kyns á öðrum tungum“. Aftur íslendingnr. Mér skilst að Manitóba eigi eitt sæti á ári að skipa við Oxford háskóla með Rhodes-námsstyrkinn mikla. I fyrra var það Skúli John- son, nú er það Joseph Thorson. Lítið eftir af Þórðar-nafninu islenzka. Báðir eru foreldrarnir úr Biskupstungum, en sveinninn er fæddur í Winnipeg. Sagt er að hann hafi fengið beztar einkunnir allra við Mani- tóbaháskóla, og sé íþróttamaður. Skyldu þeir Skúli nú tula íslenzku aaman í Oxford? Ljóðakver séra Yaldimars. „Móðir“ sendir N. Kbl. fyrirspurn um það, hvort barnalærdómskver séra Y. Br. sé löggilt til undirbúnings unglinga undir fermingu. — Jú, það er, þar sem presti og sóknarmönnum kemur saman um, og tilskilið var að fræði Lúters væru prentuð fruman við. Ritstjórií ÞCJRHALIdJR B.TARNA RSOn' Félagsprentsraið j a n.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.