Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Síða 6

Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Síða 6
2 NÝTT KIRKJUBLA© pristjdn lceknir jjfónsson. Fœddur að Stóra-Ármóti í Árnessýslu 14. nóv. 1862. — Dáinn í Clinton, Jowa, í Bandafylkjum 26. febr. 1910. Nýtt Kirkjublað flytur að þessu sinui mynd af nýlátnum Islendingi, sem beinin ber úti í fjarlægri heimsálfu. Fár sem enginn íslendingur hefir orðið œttjörðu sinni til jafn-mikils sóma og hann í sínum verkahring, þennan síð- asta mannsaldur. Það er líkast æfintýri að hugsa um lífsferil hans. Hann fer tæplega þrítugur út í heiminn og kemur allslaus til hins stóra bæjar, og kann vart enska tungu. En svo verður hann höfuðlæknir borgarinnar, kjörinn formaður og heiðursforseti, ef svo mætti segja, fjölda margra stéttarbræðra sinna, og verð- ur þar svo stórvirtur og elskaður af öllum bæjarbúum og öll- um er kynni höfðu af honum, að vart eru dænii til slíks. Fríður og gjörvulegur, með giftu góðrar og fornrar ættar, aflar hann sér þessa gengis. Hann er hinn ástúðlegasti mann- vinur, og allur í þessu að líkna með læknisstarfi sínu. Alt af var hann að ráðgera að koma heim, en sjúkling- arnir héldu honum. Hann sá eigi fram úr vinnunni. Var að vona að aðstoðarmaður eða aðstoðarmenn gætu tekið við af sér bráðum, meðan hann væri heima á Fróni, að sjá landið enn einu sinni og ástvinina. En svo átti nú ekki að verða. Innan skamms munu ættingjar hans og venslamenn gefa út minningarrit um hann, og svo sem kunnugt er, hafa þeir og á annan hátt geymt minningu hans hér heima, til bless- unar og líknar komandi kynslóð. (Sálmabók nr. 131 og 219.) „Komið til mín, allir þér, sem erfiðið ogþunga er- uð hlaðnir, og eg mun veita yður hvíldu (Mt. 11,28). Jesús vill gefa hjörtum vorum hvíld. Það eru gœðin, sem liann býður oss.

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.