Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Page 11
NÝTT KIRKJTJBLAÐ
7
takist að fylgja „kúnstarinnar reglum“ nógu nákvœmlega,
kemur í veg fyrir söng viS húslestra á mörgum heimilum.
En úr þessu mun aukin framför bæta. Og á stöku stöðum
hefir hún þegar gert það.
En víða er lesiS, þó ekki sé sungið með. Sú meðvitund
er ekki horfin, að hið lesna orð geti haft og hafi sín áhrif,
hvort sem sungið er, eða ekki. Og ]>að hefir þau vissulega.
Sjálfsagt ekki jöfn áhrif á alla áheyrendur: en aðeins á suma
i þetta skiftið og aðra í hitt skiftið með ótal breyttum mis-
mun. En fæstir „kalla hátt“ með það, Ahrifunum verður
ekki neitað með rökuin. Eða getur nokkur sagt, hvernig al-
mennur hugsunarháttur væri nú, ef húslestrar hefðu aldrei
tíðkast ? Og er það ekki bending hér að lútandi, að á síðari
hluta næstliðinnar aldar fór hugsunarhátturinn yfir höfuð batn-
andi, samtímis því að húslestrabækur komu nýjar og betri —
ásamt betri prestum ? Vissulega hafa hinar eldri húslestra-
bækur líka haft sín góðu áhrif samkvæmt meðtækileik síns
tíma. Og þó aðalhvötin til að tíðka þá hafi þá fremur verið
sú, að gjöra guði þægt verk en að læra af þeim sjálfur, þá
hafði það samt góð áhrif. Og er það ekki sama, að gjöra
það, sem góð áhrif hefir, og að gjöra guði þægt verk?
Vitaskuld er, að góðu áhrifin eru að mjög miklu leyti
komin undir vilja manns sjálfs. Það mun mega segja, að
alt sem maður vill að hafi góð áhrif á sig, hafi þau að ein-
hverju leyti. En ekki er alt jafnvel fallið til þess. Góðir og
vel fluttir húslestrar eru þar meðal hins besta. Því hafa meun
alment veitt eftirtekt. Og því munu húslestrar ekki verða (al-
ment) lagðir niður. Br. J.
TT,ugleiðing við dramótin.
Leyndardómur lífið er.
Leiðina’ ekki þekkjum vér
fyr en hana förum.
Fram oss leiðir hulin hönd
hefir ráð á lífi’ og önd
ásamt öllum kjörum.
Vísdómur í öllu er.
Alt um tilgang vitni ber.
Séð hann síðar getum.
Vitnar líka’ um elsku alt.
Eftir rauna-élið kalt
sólskin mikils metum.
Br. Jj