Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Side 12

Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Side 12
8 NÝTT KIKKJUBLAÐ linnismði lóns iigurðssonar. Undirritaðir hafa verið kosnir í nefnd til þess að gang- ast fyrir að reisa Jóni forseta Sigurbssyni minnisvarba. Minnisvarðinn er ætlast til að verði líkneski á stalla, og verði afhjúpaður á aldarafmæli hans, 17. júní 1911, svo fram- arlega sem samskot ganga svo greiðlega, að þess verði auðið. Oskandi væri, að sem allra ílestir tækju þátt í samskot- unum, þótt framlögin séu eigi mikil; enda vitum vér fyrir víst, að hver íslendingur telur sér ljúft og skylt að eiga þátt í þvi að heiöra minningu hans. Saniskotaeyðublöð munu verða send prestum, hreppstjór- um og oddvitum o. fl. Eftir á er ætlast til að gefið veröi út minningarrit, rneð mynd af minnisvarðanum og myndum af Jóni Sigurðssyni og híbýlum hans, og fylgi skýrsla yfir tölu gefenda i hverju héraði. Auk þess má greiða samskotafé beint til gjaldkera nefndarinnar og til gjaldkera á útibúum bankanna. Aríðandi er að allir bregði sem fyrst við, er styðja vilja málið, ef það takmark á að geta náðst, að afhjúpa minnis- varðann 17. júni næstkomandi. Reykjavik, 28. des. 1910. Tryggvi Gunnarsson formaður nefndurinnar. Bjarni Jónsson frá Vogi alþm. ritari nefndarinnar. Björn Kristjánsson alþingism. gjnldkeri nefndarinnur. H. Hafstein ulþm. gjaldkeri nefndarinnar. Þórh. Bjarnarson varaform. nefndarinnar. Skúli Thoroddsen p. t. forseti sameinaðs alþingis Kristján Jónsson p. t. forseti efri deildar alþingis. Hannes Þorsteinsson p. t. íórseti neðri deildar alþingis. Ari Jónsson alþingism. Ásgeir Sigurðsson p. I. formaðtir Kaupmunnuíelogsins. Guðmundur Helgason forseti Búnaðarfélugs íslnnds. Hannes Hafliðason formuður skipstjórafél. „Aldan“. Helgi Valtýsson formaður Ungmennutelaga Islunds. Jón Jensson yíirdómari. K. Zimsen. form. Iðnuðarmannafél. í Reykjavík. Ólafur Ólafsson fríkirkj uprest ur. Pétur G. Guðmundsson form. verkmannafél „Dagsbrún11. Stgr. Thorsteinsson p. t. varuforseli Bókmentufélagsins.

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.