Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Blaðsíða 14
10 NÝTT KIRKJUBLAÐ k í r e n d u r Eftir Þorvald prófast Jónsson á ísafirði. Herra James L. Nisbet hefir sent út blað hér á ísafirði, og kallar hann það: Spurningar og biblíuleg svör um sldrn (baptisma). Hann talar ]iar um skírnina frá sjónarmiði trú- arflokks síns, hinna svonefndu Skírenda (Baptista), og er ]iað sérílagi í 3 greinum að Skírendur greinir á við vora kirkju. 1. Þeir segja, að í ritningunni þekkist ekki önnur skírn, en skírn trúaðra. 2. Þeir segja, (sem reyndar er afleiðing af binu fyrra) að barnaskírn sé ógild. 3. Þeir segja að skírnin því að eins hafi nokkra þýðingu, að menn séu algerlega færðir í kaf, niður í vatnið, en eins og skírnin sé um liönd höfð hér á landi, sé bún beinlínis afvegaleiðandi, gagnstæð ritningunni og jafnvel hjátrúarvilla. 1. Þar sem Skírendur fullyrða að ekki þekkist í ritning- unni nokkur skírn önnur en skírn trúaðra, þá munum vér, ef vér lítum til postulasögunnar, brátt sannfærast um, að þetta er ekki rétt, Postularnir heimtuðu alls ekki, að sá væri trúað- ur eða eudurfæddur, sem ætti að skírast. Þeir heimtuðu að eins hjá þeim, sem vildi skírast, þörf eða löngun eða móttæki- leika fyrir trúna. Þegar því talað er um trú í þessu sam- bandi, þá er fremur átt við ósk eða löngun eftir trúnni, en trúna sjálfa. Hefðu postularnir álitið óleyfilegt eins og Skír- endur segja, að skíra nokkurn nema þann sem væri trúaður, þá hefðu þeir farið alt öðruvísi að en þeir gjörðu. Þeir mundu þá hafa gjört sér meira far um að rannsaka alt sálarástand þess, sem skírast átti, til þess að vera vissir um, hvort hann hefði þá trú, að það mætti skíra hann. En það er fjarri þvi, að þeir hafi gjört nokkurn hlut í þessa átt Ef það væri rétt sem Skírendur kenna, að engan megi skíra nema þann, sem þegar væri trúaður, þá mætti með fullum rétti bera postulunum á brýn óhæfilega léttúð og kæru- leysi, þar sem þeir undir eins án nokkurs undirbúnings skírðu heila hópa af mönnum sem komu til þeirra til þess að láta skírast. — Hvaða hugmynd ætli t. a. m. að postularnir hafi

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.