Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Page 17

Nýtt kirkjublað - 01.01.1911, Page 17
NÝM KmKJUBLAB 13 ritningunni, heldur segir einnig að ekkert sé satt, nema það, sem með berum orðum stendur í henni. — 3. Þar sem hr. Nisbet og trúbræður hans segja, að nauðsynlegt sé, að sá sem skirður er, sé færður á kaf í vatn- ið, þá er slíkt fjarstæða, sem engri átt nær. Það liggur í augum uppi að það skiftir minstu, hve mikið eða lítið vatnið er, sem við er haft þegar skírt er; vatnið á að eins að skoða sem sýmból eða jarteikn þeirrar hreinsunar, sem fram fer í hjartanu í heilagri skírn. Skilyrðið fyrir því að skírnin sé rétt um hönd höfð, er það, að sá sem skírður er, hvort sem hann er ungur eða gamall, sé skírður samkvæmt orðum drott- ins, í nafni föður, sonar og heilags anda. Alt annað, svo sem það, hvort vatnið er haft rnikið eða lítið, hvort þeim sem skírður er, er dýft niður í vatnið, eða vatninu ausið yfir höfuð honurn, eru óveruleg atriði, sem hégómi er að vera að þrátta um. Það er rétt að á fyrstu tímurn kristninnar, var þeinr, sem skíra átti, dyfið niður í vatnið. En smámsaman lagðist þessi siður niður, þegar kristiti trú tók að breiðast út til hinna kaldari landa. Bæði var það, að þegar börn voru skirð, fá voru menn hræddir um, að hætta gæti stafað af því fyrir heilsu þeirra, ef þeim væri dýft niður í vatnið, og svo var líka það, að sjúklingar létu oft skírast á banasænginni til þess að þeir gæti dáið sem kristnir. — Því verður ekki neitað, að Skírendur leggja mikið kapp á að útbreiða kenningar sinar, verja til þess miklu fé og hafa trúboða víðsvegar um allan heim: en þeim verður tiltölulega lítið ágengt. Siðan árið 1839 hafa þeir verið starfandi í Dan- mörku. en fyrir nokkrum árum voru þeir þó ekki orðnir þar fleiri en 5'/2 þúsund. Enda er engin hætta á því, að þeir eigi mikla framtið fyrir höndum; barnaskírn hefir jafnan verið talin einhver hin fegm-sta, hátiðlegasta og blessunarríkasta at- höfn, sem um hönd er höfð i kristilegri kirkju, og óteljandi hafa þeir foreldrar verið á öllum ðldum kristninnar, sem hafa talið það hina sælustu stund æfi sinnar, þegar þeir helguðu drottni barnið sitt í heilagri skírn, og svo mun það með guðs hjálp einnig verða hér eftir.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.