Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Side 5

Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Side 5
77 um manni getur aldrei átt sér staö sú vanræksla, sú deyðing hins innra lífs, sem lijá ekki-kristnum manni, því að sönn kristileg trú er óhugsandi án siðferðilegrar viðleitni og fram- sóknar. Þess vegna stendur lika innri lífsþróun hinnar sönnu kristni yfirleitt á hærra stigi en lífsþróun hins ekki kristna mannheims. En með þessu er hitt ekki útilokað, að ekki- kristnir, eða heiðnir menn, sem leggja stund á siðferðilegar hug- sjónir og hafa með skyldurækni sinni við kröfur samviskunn- ar ástundað það sem gott er, geti komist á hærra stig innri þroska og siðferðilegrar fullkomnunar, en fjöldi kristinna manna, sein að vísu höfðu kristilega trú til að bera og þrá eftir guði, en þar sem þetta hvorttveggja var aðeins i byi'jun og náði ekki að nióta manninn kristilega. I hinu ágæta riti sínu „Tænkt og oplevet" farast Jansen presti á einum stað orð á þessa leið: „Leyfið mér að bæta hér nokkru við, — innri hvöt þrýstir mér lil að gera það —: Hjá mér býr alls enginn efi um það, að jafnvel menn, sem eingöngu með siðferðilegri viðleitni sinni, eingöngu með „bæna- ákalli verkanna“ nálgast guð, en standa fyrir utan kristindóm- inn, — meira að segja, þótt þá suma vanti með öllu vitandi trú á persónulegan guð, — geti þó verið í lífssamfélagi við binn hæsta.“ Þetta er vafalaust rétt skoðun. Vér megum ekki álíta, að það að vera ekki-kristinn sé yfirhöfuð að tala sama sem að vera útilokaður frá eilífa lífinu annars heims. Eg vil i þessu sambandi minna á orð annars merks Norðmanns, prests- ins Dable i Stávanger. 11 grein um svipað efni kemst bann svo að orði fyrir skemstu: „Þegar vér athugum þann feiknar mun, sem er á óendurfæddum mönnum, hvílíkur stigmunur á sér stað, þar sem eru þeir, er lægst standa og hæst standa í siðferðilegu tillili, þá rís réttlætistilfinning vor ósjálfrátt með mótmælum gegn þeirri lnigsun, að eilíft hlutskifti þeirra manna eigi að verða eilt og hið sama.“ (Luth. Kirketidende 1910 bls. 436). Hafi slíkir ekki-kristnir, „óendurfæddir“, menn með sið- ferðilegri viðleitni sinni þroskað hjá sér þau frumfræ guðlegs lífs, sem hjá þeim eru gróðursett af skaparans hendi, getum vér ekki annað en vonað það og treyst því, að guð muni einnig láta þá fá hlutdeild í eilífa lífinu aunars heims. Og eins og eg sagði áður, að meðvitundin um föðurkærleika guðs heimilaði oss að vona, að kristnum mönnum, skamt á veg NÝTT KIRKJUBLAÐ

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.