Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Side 8

Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Side 8
80 NÝTT KIRKJUBLAÐ ar smælingjana. Vera má að yður komi það undarlega fyrir sjónir að tala um frelsandi trú, sem maðurinn sé sér ekki meðvitandi. Benda mætti þó ó börnin, sem óskírð deyja. Vera má að einhver trúi því, að slík börn glatist, en sá hinn sami hefir þá aldrei átt barn sjálfur. Því að enginn faðir eða móðir mun geta trúað slíku. Sé nú trúin skilyrðið af mannsins hálfu fyrir eilifa lífinu, þá hljótum vér þar að tala um óvit- andi trú. En geti óvitandi trú ótt sér stað í barnslijartanu, ætti hún einnig að geta átt sér stað í hjarta fullorðins manns og þar borið ávexti í lífinu. 011 u þessu gleymum vér svo þráfaldlega, þegar vér erum að dæma aðra. En Jesús gléýmdi því ekki. Jesús var víðhjart- aðri en margur lærisveinn hans á umliðnum öldum. Hann var víðhjartaðri en vér, af því að hann hafði meiri kærleika en vér. Því að vafalaust er það af kærleiksleysi sprotlið, er menn af vandlætingu vegna drottins vilja gjöra dyrnar sem mjóstar og hliðið sem lægst, — svo mjóar og svo lágar, að sú verður niðurstaðan, að einungis örlitið brot allra þeirra manna, sein guð skóp í þeim tilgangi að veita þeim sælu eilífs lífs, nær þessu takmarki. Þegar eg hugsa til hinna mörgu miljóna miljónanna, sem lifað hafa á þessari jörð, finst mér það vera að gjöra of lítið úr dásemdum droltins, að trúa því, að mikill meiri hluti þessara manna muni fara á mis við það hið eilífa líf, sem hann skóp þá til að öðlast hlutdeild í. Og sannast að segja held eg, að þeir menn, sem halda slíku fram, gjöri það fremur af því, að þeir hafa aldrei hugsað um það í alvöru, hvað þeir eru að segja með þessu, en af J)ví að þeir í alvöru trúi því sjálfir. Vér sjáum þá líka, að það er helst þá, er menn tala alment um þessi 'efni, að þessi skoðun kemur fram. En þegar þeir standa gagnvart einhverri ákveðinni persónu (t. d. við jarðarfarír!), að eg nú ekki nefni, sé hún þeim vandabundin eða sé hún þeim inni lega kær, þá kemur hik á þá. Þá grípa menn fegnir til orð- anna, sem eg áður nefndi um kærleikann til smælingjanna, já, þá grípa þeir jafnvel minsta hálmstrá, sem þeirgetahönd á fest, — eins og t. d. það að liinn látni kunni að hafa á síð- ustu stundu snúið sér til guðs, — til þess að binda við ]>að vonir sínar um, að vinurinn sem þeir eru að kveðja, rnuni eiga sér góða heimvon. Er slíkt ókristilegt? Er slíkt rangt? Nei,

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.