Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Qupperneq 12

Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Qupperneq 12
84 NÝTT KIRKJUBLAÐ G r i m s e v. Þú varst fyr af mönnuni metin meir en eyðisker. Kóngar, út í öðriun löndum, ágirnd fengn’ á þór; einn, hann sendi biðilsbréfið beina leið á þing. . Þá var happ, að ísland átti Einar Þveræing. Þessu næst, um ótal aldir, enginn sinti þér. Ekki voru mikils metnir menn, sem bjuggu hér. Hrikalegar hafísborgir huldu svalan mar, og hjá snauðum eyjarskeggjum æfi döpur var. Svo fór loks, að sólin bræddi seigan ís við strönd, og í vestri reit með rúnum: „Réttið bróðurhönd þeim er ótal þrautir reyna þurfa ár og sið, þótt eg gylli grund og móa, græði börð og hlíð.“ Willard Eiske í röðulrúnum réði sérhvern staf. Ærinn hlut af auði síuum eyjarbúum gaf. Mirtning hans skal ávalt eiga æðsta sæti hér, meðan ægir örmum vefur okkar litla sker. ISréf frá forstöðuinanni K. F. U. M. þar í landi. (Lauslega þýtt). Þau eru mikil umskiftin i Portúgal árið sein leið, og er mér Ijúft að koma vinum minum og fólagsbræðrum í skiluing um það sem gersfc hefir. Konungdómurinn var orðinn óvinsæil, eins og vænta mátti er hann var i bandalagi við Jesúítana. Stjórnarfarið var alt mjög óvandað, svo eigi sé harðara að orði kveðið. Eræðslu almennings skilaði lítið áfram, og Portúgalsmenn, sem vandari voru að virð- ingu sinni, stóðu nteð kinnroða frammi fyrir öllutn þjóðum. Það voru 70 af hundraði hér i landi enn ólæsir og óskrifandi. Verka- launiu voru upp og ofan um daginn ll/3 kr., en kjötpundið og sykurpundið var hvort um sig komið í 45 aura, smjörpuudið jafn- dýrt dagkatipi fullorðins manns, og pundið af hveitibrauði 15 aura. Prestarnir voru i samábyrgð valdahringsins, og íiestir þeirra ósiðvandir og ágjarnir. Ekki þurfti að kvíða þvi að upp kæmist eða fyrir yrði refsað. Lögin voru sett og samin af Jesúítum, og eftir þeim var eng- um manni frjálst að yfirgeta rómversku kirkjuna. Landrækir voru þeir rnenn að lögum setn guðspjallafrásögurnar um Krist höfðu leitt inn á nýjar trúarbrautir.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.