Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Qupperneq 6

Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Qupperneq 6
150 NÝTT KIRKJUBLAÐ fari svo, ])á eiga menn sökina að engum nema sjálfum sér, því að um allar aldir kristninnar hljómar raust frá hásæti Drottins, sem minnir mennina á þá tjaldbúð, sem guð heíir sjálfur reist meðal þeirra og það samfélag við guð, sem menn- irnir eiga kost á að komast í, ef þeir aðeins sjálfir vilja; það samfélag, sem hin sanna lífsgæfa er komin undir. Einnig til vor hljómar þessi raust frá hásætinu, og sann- arlega er mikil vegsemd fólgin í því fyrir oss, kærir bræður, að vera settir til þess að vekja athygli þjóðar vorrar á henni, og leggja að mönnum að sinna henni, sannarlega getur eng- in gleði jafnast við þá, sem sprettur af meðvitundinni um að vera drottins þjónn og reka hans erindi. En eins er það líka sárt, og hvergi sárara en hér, þegar manui finst starfið bera litla ávöxtu og boðskapur guðs til mannanna vera lítils metinn. Það er sorglegt að vita til þess, að það skuli þykja vottur um frjálslyndi, að æpa að kirkju og kristindómi í bók- um og blöðum og á mannfundum — sorglegt, ekki málefnis- ins vegna af því það sé í hættu statt, því að drottinn býr sjálfur i tjaldbúð sinni og kirkja Krists mun áreiðanlega lifa, eftir að þeir eru fyrir löngu dauðir og gleymdir, sem hafa ausið hana auri, — nei sorglegt er það fyrst og fremst mann- anna vegna sjálfra — og mannfélagsins í heild sinni —, sem fyrir þetta ýmist missa eða daprast sjónir á þvi ljósi, sem ætlað er til að lýsa oss bæði í lífi og dauða. Það er hægt um hönd fyrir þá menn, sem sjálfir vilja ekkert vinna fyrir guðs ríki, að skella allri sökinni fyrir alt sem miður fer í þessu efni á oss presta, og því skal ekki neitað, að starfi voru sé að mörgu ábótavant, en í andlegum efnum verður hver að ráða sjálfum sér og bera ábyrgð á sjálfum sér, og eg get ekki kannast við annað en að vér prestar boðum erindi drottins vors og höldum alvöru kristindómsins svo að mönnum, að enginn geti kent um nema sjálfum sér, þótt hann fari afvega. En hitt er satt, að vér þurfum að biðja guð um meira líf og meiri hita, biðja hann að hjálpa oss, svo orðið af vörum vor- um megi æ betur ná hjörtum þeirra sem það heyra. Starfið er stórt og heilagt, og sætir mótmælum og árás- um, en vér veikir og ófullkomnir, sjálfir synd og freistingum undir orpnir. Og prestsstaðan væri með öllu óþolandi, ef vér ekki hefðum þá trú, að vér ynnum í drottins þjónustu

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.