Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Blaðsíða 9
NÝTT KIRKJTJBLAÐ 1B3 Skilnaðarkjörin frá sjónarmiði kirkjuunar. Biskup flutti erindi um það mál svo sem auglýst hafði verið. Tími vanst eigi til um- ræðu, en erindið kemur hér í blaðinu. Synodusprestar hlýddu síðan á fyrirlestur hjá lektor Aage Meyer Benedictsen um Jerúsalem og Gyðingaland og var það hin besta skemtun og fróðleikur mikill. Kirkjugarðar. Biskup flutti erindi um betri hirðing þeirra og nauðsynina á að útvega þeim fastar tekjur með því að taka upp legkaupið gamla í einhverrf mynd. Eftir dálitlar umræður lýsti prestastefnan því yfir: að ástæða væri til að endurskoða lög um kirkjugarða, útvega kirkjugörðunum tekjur og varðveita minnismerki. Textaraðirnar í Helgisiðakókinni. Rétt var það talið, að biskup legði fyrir presta landsins að lesa af stól og prédika nú næsta kirkjuár út af annari textaröðinni, næsta kirkjuárið þar á eftir farið með hina 3., og svo byrjað aftur á hinni fyrstu, eða gömlu textaröðinni. Gömlu guðspjallatextarnir áfram einu textarnir sem með er farið frá altari. Óskert væri hið gamla frelsi um sjálf- valda texta. Vikið var að því, að fram kynnu að koma einhverjar misfell- ur á textavalinu nýja, t. d. bent á, að öll væri það sama sagan úr tveim guðspjöllum f 3. textaröðinni á sunnud. i föstuinngang og 2. sunnud. í föstu. Friðþægingarlærdómur kirkjunnar. Sira Jón Helgason flutti fyrirlestur um það efni. Umræður gátu eigi orðið nema litiar tímans vegna. Kirkjufyrirlestrarnir voru bæði kvöldin, kl. 9 i dómkirkjunni, meðan prestastefnan stóð yfir. Eyrra kveldið flotti síra Friðrik J. Bergmann eriudi uin endurnýjun kirkjunnar og seinna kveldið síra Haraldur Níelsson um upprisutrúna í biblíunni. Nokkrar umræður urðu út af fyrirlestrunum bæði kveldin, og var vel sótt kirkjan. Tíminn sem prestastefnunni var ætlaður reyndist of stuttur að þessu sinni. Var þó áframhaldið gott. Ýmsu varð eigi hreyft timaus vegna og umræðurnar ýmist styttust eða féllu alveg niður. „Betur undum við á E>ingvöllum“, sögðu ýmsir. „jjJolar“ sóknarnefndar-oddvitans. Við því mátti búast að „Molar“ sóknarn.-oddv. í 8. tbl. sætlu andmælunr Roskinn prestur ritar svo að austan;

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.